fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo hálærð kom Þor­gerður Katrín úr skóla Sjálf­stæðis­flokks­ins að hún vafði tveim­ur valkyrj­um um fing­ur sér og sigraði stjórn­ar­mynd­un­ina sem alls­herj­ar­ráðherra,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni skrifar Guðni um nýju ríkisstjórnina sem hann vissulega óskar velfarnaðar en furðar sig þó á niðurstöðum kosninganna.

„Kosn­inga­úr­slit­in báru þess merki að fólkið kaus eins og það byggi í versta efna­hags­lega ríki ver­ald­ar, bylt­ing­ar­kennd úr­slit og nýr veru­leiki fram und­an,“ segir hann og bætir við að Ísland sé talið eitt af sjö fremstu velmegunarríkjum veraldar í dag.

„Eng­in þjóð í Evr­ópu hef­ur stýrt sín­um mál­um af jafn mikl­um þrótti til fram­fara eins og Ísland. Ísland er talið eitt af sjö fremstu vel­meg­un­ar­ríkj­um ver­ald­ar í dag þegar kosn­ing­ar reiðinn­ar hafa upp­skorið bylt­ingu og rík­is­stjórn sem seg­ir að hún viti hvert hún sé að fara hef­ur tekið völd­in.“

Leyndarmál Þorgerðar Katrínar

Hann gerir svo áramótagrein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu á gamlársdag að umtalsefni.

„Hvaða for­ingi skyldi svo eiga fyr­ir­sögn­ina að ára­móta­grein­inni þar sem seg­ir: „Frelsið er ekki sjálf­gefið.“ Auðvitað er það Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar. All­ir máttu vita að hún átti sér leynd­ar­mál sem lítið fór fyr­ir í kosn­inga­bar­átt­unni. Að fórna frels­inu. Aðild að ESB var æðsti draum­ur­inn,“ segir Guðni og bætir við að Þorgerður hafi vafið þeim Kristrúnu Frostadóttur og Ingu Sæland um fingur sér.

„Hirti öll helstu vald­aráðuneyt­in: ut­an­rík­is­ráðuneytið, fjár­málaráðuneytið, at­vinnu­vegaráðuneytið og dóms­málaráðuneytið. Eitt ráðuneyti fékk hún til viðbót­ar sem hún skellti á at­vinnu­vegaráðherr­ann sinn; er það viðskiptaráðu­neytið með Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. Nú gnæfa bergris­arn­ir yfir land­búnaðarráðherra og eru komn­ir í lyk­il­stöðu þeir Ólaf­ur Stephensen og Páll Gunn­ar Páls­son. Viðreisn vann þenn­an slag og fær öll helstu ráðuneyti rík­is­stjórn­ar­inn­ar; þó að flokk­ur henn­ar sé fjór­um þing­mönn­um fá­menn­ari en Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skil­ur hún þær Kristrúnu og Ingu Sæ­land eft­ir eins og horn­kerl­ing­ar. Meðan Þor­gerður Katrín stjórn­ar land­inu stjórn­ar Kristrún rík­is­stjórn­ar­fund­um og flyt­ur ávörp­in. Þor­gerði Katrínu munaði ekk­ert um að troða ESB-aðild niður um kokið á Ingu Sæ­land og Kristrún fúlsaði ekki við grautn­um.“

Beiskur grautur

Hann spyr svo hvar Samfylkingarmaðurinn Össur Skarphéðinsson strandaði í aðlögunarviðræðunum við ESB árið 2013.

„Það gerðist þegar kom að því að af­sala sér frels­inu yfir auðlind­um lands og sjáv­ar. Að vísu gerði Össur góðan tví­hliða viðskipta­samn­ing milli Íslands og Kína sem var stíl­brot ef ekki rot­högg á allt sem ESB stend­ur fyr­ir, hann tók Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra með sér til Kína og snýtti þar með ESB með rauðu. Össur og Ísland eru ekki hátt skrifuð í Brussel eft­ir þetta fram­ferði. Hvers vegna gafst hann upp á ferl­inu að laga Ísland að ESB? Svari nú hver fyr­ir sig. Mat hann það sem svo að síðasti vegg­ur­inn væri ókleif­ur?“

Guðni segir að aldrei hafi veröldin staðið jafn fallvölt eftir heimsstyrjöldina síðari og nú.

„Er verið að her­væða Ísland á ný? Aldrei hef­ur Evr­ópu­sam­bandið staðið á veik­ari grunni en nú. Evr­an er í miklu upp­námi. Aldrei hef­ur NATO verið jafn veikt og nú. Vold­ugu rík­in Bret­land, Þýska­land og Frakk­land eru í póli­tískri upp­lausn eins og Ísland. Nú ríður Þor­gerður hrossi sínu til Evr­ópu og þær stöll­ur þrímenna nema að Inga Sæ­land snýr öf­ugt í hnakkn­um eins og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son í síðustu för til Brussel.“

Guðni segir að við inngöngu í ESB sé þjóðin klofin í herðar niður og kveðst óttast að Valkyrjureiðin endi úti í mýri.

„Blessuð Kristrún hef­ur látið Þor­gerði Katrínu salta graut­inn, sem er beisk­ur á bragðið. Svo tel­ur Kristrún sér trú um að hún geti „ein­beitt sér að því að standa und­ir vænt­ing­um“. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir alls­herj­ar­ráðherra hef­ur bæði tögl­in og hagld­irn­ar og fer sínu fram hvað sem hinar val­kyrj­ur raula og tauta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum