fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Ökukennari furðar sig á framkvæmd ökuprófa og hjólar í Samgöngustofu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarf ekki að kanna hvort stofn­un eins og Sam­göngu­stofa er hæf til að hafa á hendi yf­ir­um­sjón um­ferðarfræðslu og öku­náms í land­inu? Fróðlegt væri að heyra álit al­vöru mennta­stofn­ana á þessu máli. Kannski er hér komið verk­efni fyr­ir nýj­an samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.“

Þetta segir Guðbrandur Bogason, löggiltur ökukennari með yfir 50 ára starfsreynslu, í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Guðbrandur ritaði grein sína að kvöldi 30. desember síðastliðinn í kjölfar frétta þess efnis að fjöldi ökumanna hefði ekið út af á vegum landsins vegna skafrennings og slæms skyggnis.

„Og auðvitað var þetta veðurguðunum að kenna því sam­kvæmt venj­um í frétta­flutn­ingi eiga þeir að bera höfuðábyrgðina þegar svona nokkuð ger­ist. En hver ætl­ar að sækja þá til saka? Nei, hér skort­ir eitt­hvað á hæfni öku­manna til að hafa stjórn á öku­tæki sínu og því fer sem fer. Megin­á­stæðan er því að hraði öku­tækj­anna er of mik­ill miðað við aðstæður.“

Haga akstrinum ekki í samræmi við aðstæður

Guðbrandur vísar svo í viðtal RÚV við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem lýsti þeirri skoðun sinni að ökumenn ækju of hratt miðað við aðstæður og misstu þess vegna stjórn á ökutækjum sínum, sem er hin rétta skýring, að mati Guðbrands.

Hann gerir svo umferðarlögin að umtalsefni þar sem meðal annars er kveðið á um að ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skili miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferðaraðstæður að öðru leyti.

„Síðan seg­ir áfram í 2. mgr. 36. gr. um­ferðarlaga: „Sér­stök skylda hvíl­ir á öku­manni að aka nægi­lega hægt miðað við aðstæður.“ Hér á eft­ir kem­ur síðan upp­taln­ing í 15 liðum en í b-lið seg­ir: „Þegar út­sýni er tak­markað vegna birtu eða veðurs.“

Gagnrýnir Samgöngustofu harðlega

Guðbrandur segir að það veki athygli að í umferðarlögum sé hvergi að finna orð um lágmarkshraða.

„Hvert er þá vanda­málið? Hvers vegna hegða öku­menn sér svona? Er eitt­hvað í náms- og þjálf­un­ar­ferli þeirra sem rangt er höndlað? Und­ir­ritaður tel­ur sig þekkja nokkuð vel til flestra þátta öku­náms og tel­ur að í flest­um atriðum náms­ins sé rétt að öku­kennslu staðið. Þá er ekki nema eitt eft­ir sem mögu­lega kann að hafa veru­lega þýðingu varðandi hátta­lag öku­manna, en það er þátt­ur Sam­göngu­stofu og fram­kvæmd öku­próf­anna, sem að dómi und­ir­ritaðs og margra koll­ega hans get­ur verið mögu­leg ástæða þess arna.“

Guðbrandur segir að undanfarin ár hafi Samgöngustofa ástundað það „úr sínum fílabeinsturni“ að gefa út allskonar furðulegar reglur sem varða framkvæmd ökuprófa. Hann er ómyrkur í máli í garð þessara reglna.

„Í þess­um regl­um skín víðast hvar í gegn mann­vonska, ref­sigleði og hugs­an­lega þekk­ing­ar­skort­ur. Ég ætla hér aðeins að nefna eitt atriði, hinn svo­kallaða „viðmiðun­ar­kv­arða öku­prófa“, sem er al­veg fá­rán­lega ruglað fyr­ir­bæri og illa unnið. Þannig eru t.d. próf­tök­um gef­in svo og svo mörg svo­kölluð „refsistig“ fyr­ir of hæg­an akst­ur í öku­próf­um. Próftaki sem vill fylgja fyr­ir­mæl­um um­ferðarlaga og aka ekki hraðar en aðstæður og geta leyfa er með öðrum orðum hvatt­ur til að aka hraðar, en slíkt er að dómi margra fag­manna stór­hættu­leg inn­ræt­ing,“ segir Guðbrandur og spyr:

„Það skyldi þó aldrei vera að hér væri kom­in ástæða þess ógæti­lega akst­urs sem okk­ur hafa verið flutt­ar frétt­ir af síðustu daga?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð