fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 09:20

Tiggy með þeim bræðrum á árum áður. Stjúpsonur hennar lést í árásinni á nýársnótt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Pettifer, 31 árs karlmaður, var í hópi þeirra fjórtán einstaklinga sem létust þegar hryðjuverkamaður ók bifreið sinni inn í mannfjölda í New Orleans á nýársnótt og hóf í kjölfarið skothríð.

Edward þessi tengdist bresku konungsfjölskyldunni óbeint en stjúpmóðir hans, Tiggy Legge-Bourke, var barnfóstra þeirra Vilhjálms og Harrys á árunum 1993 til 1999. Tiggy var mjög náin bræðrunum og í ævisögu sinni, Spare, kallaði Harry hana „staðgöngumóður“ þeirra bræðra.

Daily Beast greinir frá þessum tengslum og segir frá því að Vilhjálmur og Harry séu guðfeður barna Tiggy sem nú gengur undir nafninu Alexandra Pettifer. Hún er enn sögð vera í góðum samskiptum við þá Vilhjálm og Harry.

Breska konungsfjölskyldan minntist Edwards í yfirlýsingu þar sem fram kom að öll fjölskyldan væri í sárum vegna andláts hans. Kom fram að hugur konungsfjölskyldunnar væri hjá aðstandendum Edwards og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna voðaverksins á nýársnótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum