Edward þessi tengdist bresku konungsfjölskyldunni óbeint en stjúpmóðir hans, Tiggy Legge-Bourke, var barnfóstra þeirra Vilhjálms og Harrys á árunum 1993 til 1999. Tiggy var mjög náin bræðrunum og í ævisögu sinni, Spare, kallaði Harry hana „staðgöngumóður“ þeirra bræðra.
Daily Beast greinir frá þessum tengslum og segir frá því að Vilhjálmur og Harry séu guðfeður barna Tiggy sem nú gengur undir nafninu Alexandra Pettifer. Hún er enn sögð vera í góðum samskiptum við þá Vilhjálm og Harry.
Breska konungsfjölskyldan minntist Edwards í yfirlýsingu þar sem fram kom að öll fjölskyldan væri í sárum vegna andláts hans. Kom fram að hugur konungsfjölskyldunnar væri hjá aðstandendum Edwards og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna voðaverksins á nýársnótt.