fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 5. janúar 2025 20:18

Skarfur gæðir sér á gullfiski. Mynd/Jóhannes Birgir Guðvarðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. janúar síðastliðinn var Jóhannes Birkir Guðvarðarson á leið í göngutúr umhverfis Elliðavatn þegar hann rak augun í skarf í ætisleit í tjörn nærri verslun Bónus í Norðlingaholti. Jóhannes skaust inn í verslunina og keypti brauð sem hann síðan reif niður og henti til skarfsins og annarra fugla. Skarfurinn sýndi brauðinu lítinn áhuga og dundaði sér við að veiða sér smávaxna fiska til matar. En skyndilega stakk hann sér niður á bólakaf og kom aftur upp á yfirborðið með stærðarinnar gullfisk í kjaftinum.

Um var að ræða stærðarinnar bita. Mynd/Jóhannes Birgir Guðvarðarson

Blessunarlega var Jóhannes með með myndavél meðferðis og náði ótrúlegum myndum af skarfinum sporðrenna bráð sinni. Hann birti myndirnar á Facebook-síðunni Fuglar á Íslandi, þar sem þær hafa vakið mikla athygli í dag, og veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta þær.

Volgt vatn rennur í tjörnina allt árið um kring. Mynd/Jóhannes Birgir Guðvarðarson

Að sögn Jóhannesar rennur volgt vatn í umrædda tjörn allt árið um kring og er nokkuð um fuglalíf í kringum hana en hann hafði ekki tekið eftir gullfiskum í tjörninni fyrr en að skarfurinn sýndi bráð sína. Ætla má að einhver hafi losað sig við gæludýrið sitt í tjörnina en ekki er gott að segja um hvort að fiskurinn hafi braggast þarna um eitthvað skeið.

„Þetta var alveg magnað augnablik,“ segir Jóhannes sem náði á annan tug mynda af skarfinum matast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ökukennari furðar sig á framkvæmd ökuprófa og hjólar í Samgöngustofu

Ökukennari furðar sig á framkvæmd ökuprófa og hjólar í Samgöngustofu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“