fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Gestur skrifar til mannsins sem sparkaði í hundinn hans – „Þessi framkoma er ekki fólki sæmandi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. janúar 2025 14:22

Hundur Gests, Cole, er býsna vinalegur og blíður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Traustason varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu er hann var á göngu með hundinn sinn um Seljahverfi að annar hundseigandi sparkaði í hundinn hans. Tilefnið var að hundur Gests sýndi hundi mannsins lítilsháttar vinahót.

Gestur segir að þessi maður og hans líkar eigi ekki að huga hunda. Hann rekur málið í býsna smellnum (en þó alvarlegum) pistli í Facebook-hópnum Hundasamfélagið og veitti DV góðfúslegt leyfi til endurbirtingar:

„Þú sem sparkaðir í hundinn minn áðan.

Ég ætla að sleppa því að lýsa þér og konunni með þér, hvað þá að birta myndina sem ég tók.

Það er alveg satt sem ég sagði við þig – ítrekað. Þú ert aumingi og ræfill og ég finn til með hundinum þínum. Menn eins og þú eiga bara ekki að vera með hunda.

Við hittumst á frekar þröngum mokuðum göngustíg í Seljahverfi. Hundurinn minn hafði lagst niður í von um að fá að hitta hundinn þinn. Hjá hvorugum hundum var nokkuð sem gæti kallast ógnandi framkoma. Engin hár risu, ekkert urr, ekkert verið að toga í ól.

Þú og konan með þér vildu sennilega ekki að þeir hittust (fallegur stutthærður blendingur sýndist mér) og fóruð fram hjá án þess að taka undir kveðju frá mér. Kveðja sem byrjaði þegar þið áttuð um fimm metra eftir til mín. Hefðu t.d. bara geta sagt „nei – við viljum ekki að þeir hittist“ þegar ég spurði hvort þeir mættu reka saman trýni.

Hundurinn minn var í frekar stuttri ól, en færði sig snögglega til að þefa af afturenda ykkar hunds. Þá voru viðbrögð þín að sparka í minn…

SPARKA

Þegar ég hváði við hélstu því fram að minn hafi bitið ÞIG. Svolítið sem bara er ekki satt. Hann rauk í átt að afturenda hundsins – enda eru bæði hundurinn minn og þinn HUNDAR. Ég kippti mínum frá um leið og hann rauk af stað, og það er sennilega eina ástæðan fyrir að SPARK þitt hitti ekki með meiri krafti.

Það var svo merkilegt hvernig þú staðsettir þig – rétt við afturenda hundsins – eins og þú VISSIR hvað myndi gerast, og sparkið var greinilega undirbúið.

Vinur – nei – greyið… ef þú vilt gæludýr sem hegðar sér ekki eins og hundur þá ekki fá þér hund. Fáðu þér kött, eða fiska, eða bara rétta geðlyfið því þessi framkoma er ekki fólki sæmandi. Guð forði að þú eigir börn.

Bæti við að tilboðið sem ég gerði þér stendur. Þú mátt koma og sparka í mig hvenær sem er og athugað hvernig ég bregðst við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eddu Falak stefnt fyrir dóm

Eddu Falak stefnt fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar