fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 10:30

Fjölskylda Árna Grétars greinir frá andláti hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar Jóhannesson er fallinn frá, 42 ára að aldri. Árni Grétar var raftónlistarmaður sem gekk undir nafninu Futuregrapher. Árni Grétar lést eftir að bíll hans hafnaði í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag.

Frá þessu greinir fjölskylda Árna Grétars en margir minnast hans einnig á samfélagsmiðlum.

„Ástkær bróðir okkar – Árni Grétar Jóhannesson – hefur kvatt þennan heim,“ segir í færslu bróður hans, Ólafs Sveins. „Eftir hann liggur aragrúi tónverka, ljósmynda og texta sem lýsa fallegri sál. Arfleið hans lifir í gegnum Jóa og Krumma. Börnin hans og sólargeisla. Minningin lifir. Hvíl í friði elsku Árni.“

 

Árni Grétar var mjög afkastamikill tónlistarmaður og gaf út tugi platna í raftónlist. Hann var einn stofnenda Möller Records. Hann kom fram á tónlistarhátíðum á borð við Sonar Reykjavík, Extreme Chill og Iceland Airwaves. En einnig kom hann fram á hátíðum á erlendri grundu, í Evrópu og í Ameríku.

Fjölmargir minnast hans á samfélagsmiðlum. Meðal annars kollegar hans í tónlistinni.

„Góða ferð elsku besti vinur minn. Þín verður sárt saknað. Votta fjölskyldu og vinum samúð mína,“ segir Steinar Fjeldsted, sem var í rapphljómsveitinni Quarashi.

 

„Elsku vinur. Trúi því varla að þú sért farinn. Þú varst algjörlega einstök manneskja og hafðir ótrúlega jákvæð áhrif á allt og alla í kringum þig. Kynntumst snemma í gegnum tónlist og þú aðstoðaðir mig eins og þú gerðir fyrir svo ótal marga aðra. Það var alltaf yndislegt að vera með þér og fylgjast með þessum mikla sköpunarkrafti, ótrúlega framkvæmdarafli og óeigingirni. Þín verður sárt saknað. Góða ferð,“ segir raftónlistarmaðurinn Einar Indra.

 

„Elsku Árni Grétar. Takk fyrir samfylgdina. Takk fyrir brosið þitt, gott knús, gleði, sorg og góða tónlist. Við minnumst þín með hlýju í hjarta og endalausum söknuði. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til barnanna, fjölskyldu og vina,“ segir Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem DJ Flugvél og geimskip.

 

Á meðal þeirra fjölmörgu annarra sem minnast Árna Grétars er Halla Gunnarsdóttir, nýr formaður VR og frænka Árna Grétars.

„Hjartans frændi minn með fallegu augun og hlýjuna, taktinn og tónlistina. Megi öll sú ást sem streymir til þín fylgja þér á næsta áfangastað. Hugur minn er hjá Jóa og Krumma og mæðrum þeirra, elsku systkinunum sem nú lifa og endurlifa alltof mikinn missi, sambýliskonu Árna og hennar börnum og öllum þeim sem hafa elskað Árna Grétar í gegnum tíðina. Ef það er til himnaríki þá verður það fallegra, skemmtilegra og taktfastara núna,“ segir Halla.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump
Fréttir
Í gær

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“

Gönguskíðafólk og hundafólk í hár saman – „Gangið bara sporin þá fara frekjurnar annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu