Margir hafa um helgina minnst listamannsins ástsæla, Árna Grétars Jóhannessonar – Futuregrapher –, sem lést eftir að bíll hans féll í sjóinn við Ægisgarð á gamlársdag.
Árni Grétar lætur ekki bara eftir sig tónlist og myndverk heldur tvo unga syni sem standa nú andspænis föðurlausri framtíð. Hafin er fjársöfnun til styrktar drengjunum og um það skrifar Sigga Eyþórsdóttir á Facebook:
Elsku vinir og fjölskylda,
Með djúpri sorg tilkynnum við að Árni, okkar elskaði, fallegi vinur og fjölskyldumeðlimur, hefur kvatt þennan heim allt of snemma. Skarðið sem hann skilur eftir sig er gífurlega stórt, og sársaukinn mikill fyrir okkur öll sem elskuðum hann.
Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi, 16 og 6 ára, sem nú standa frammi fyrir framtíð án föður síns. Til að styðja þá í þessum erfiðu aðstæðum hefur verið hrundið af stað söfnun sem mun fara beint í að tryggja að þeir fái þá umönnun og stuðning sem þeir þurfa.
Við vitum að engin upphæð getur fyllt tómið sem hefur myndast, en hver einasta gjöf, stór eða smá, getur skipt sköpum. Ef þið sjáið ykkur fært að leggja fram stuðning þá er hægt að millifæra á eftirfarandi reikning:
Reikningsnúmer: 0515-14-412076
Kennitala: 220781-4459
Margt smátt gerir eitt stórt.
Af öllu hjarta þökkum við fyrir ykkar stuðning, hlý orð og kærleik sem streymir til okkar á þessum erfiðu tímum
Við tökum undir orð Siggu og endurtökum reikningsupplýsingarnar: