fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Reiður út af smámunasemi bílaleigu – „Ég fékk rukkun upp á 800 dollara“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 19:30

Ferðamaðurinn bjóst ekki við þessu enda segist hann vera mjög varkár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður á Íslandi lýsir slæmri reynslu af bílaleigu. Var hann látinn greiða meira en 100 þúsund krónur fyrir hnjask sem hann lýsir sem smáræði.

Ferðamaðurinn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit og spyr ráða. Hann kennir sjálfum sér að einhverju leyti um en telur þó að tryggingafélagið hafi farið offari gagnvart sér.

Látinn bíða á meðan bíll var skoðaður

Segist hann hafa verið að fullu tryggður. Var hann með meiðsla og árekstrartryggingu hjá bílaleigunni sem og vegaaðstoð. Hann sleppti hins vegar að að kaupa tryggingu gegn vinds, malar, sands og snjóskemmdum.

„Ég er mjög varkár ökumaður. Þegar ég skilaði bílnum kom fulltrúinn og skoðaði hann lengi og vandlega og lét mig bíða á meðan,“ segir ferðamaðurinn. Þetta sé ekki vaninn í Bandaríkjunum.

Segir hann að fulltrúinn, sem er kona, virtist hafa vitað að hann væri Bandaríkjamaður og að hann væri ekki með þessa áðurnefndu tryggingu.

„Hún benti mér á pínulítil skarð í öðru efra horninu á framrúðunni, þar sem hún er dökk, sem ég hafði alls ekki tekið eftir, er minna en einn sentimetra og finnst aðeins með því að snerta rúðuna,“ segir ferðamaðurinn. „Ég fékk rukkun upp á 800 dollara [112 þúsund krónur] til að skipta um alla framrúðuna.“

Fjárhagurinn úr skorðum

Segist hann hafa tekið ljósmyndir af bílnum þegar hann sótti hann á bílaleiguna á flugvellinum í upphafi ferðar. En það hafi verið snjór á framrúðunni þá. Honum hafi verið þegar sagt frá skrámum á hurð bílsins. Hann hafi því ekki vitað hvort að framrúðan hafi verið heil þegar hann fékk bílinn afhentan.

Sjá einnig:

Ferðamenn himinlifandi með bílaleiguna eftir slys við Blönduós – „Þetta tók innan við mínútu og við vorum stórhissa“

„Mér fannst þetta vera eins og rán um hábjartan dag en ég hafði engan annan möguleika en að borga,“ segir ferðamaðurinn og spyr hvort aðrir hafi lent í einhverju svipuðu. Hvað sé til ráðs að taka. „Ég held að greiðslukortatryggingin mín bæti þetta ekki þar sem ég var með um 75 prósenta tryggingu hjá bílaleigunni. Ég er miður mín og þetta setti allan minn fjárhag úr skorðum út af minni eigin heimsku og undir lok ferðarinnar.“

Gera kröfu á greiðslukortafyrirtækið

Einn nefnir að yfirgnæfandi líkur séu á því að bílaleigan sé þegar með framrúðutryggingu á öllum bílaflotanum. Þess vegna ætti skaðinn fyrir bílaleiguna að vera innan við 30 þúsund krónur. Ferðamaðurinn staðfestir að bílaleigan sem hann verslaði við sé einmitt með slíka tryggingu.

Annar netverji ráðleggur ferðamanninum að safna öllum gögnum og senda kröfu um endurgreiðslu á greiðslukortafyrirtækið.

„Það er það eina sem hægt er að gera,“ segir hann. „Að berja sig sífellt niður út af svona er tilgangslaust.“

Aðrir benda á að vanda þurfi valið við hvaða bílaleigu verslað er við. Þjónusta þeirra og smámunasemi sé mjög misjöfn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur fær á baukinn fyrir umdeildar tillögur – „Stundum ertu algjör labbakútur Villi“

Vilhjálmur fær á baukinn fyrir umdeildar tillögur – „Stundum ertu algjör labbakútur Villi“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið