fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Gauti segir Íslendinga þriðja flokks borgara á Keflavíkurflugvelli – „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 14:30

Gauta er nóg boðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gauti Kristmannsson, þýðandi og prófessor við Háskóla Íslands, er ekki sáttur við fyrirkomulagið á Leifsstöð. Hann segir Íslendinga vera orðna að þriðja flokks borgurum á vellinum þrátt fyrir að nota hann meira en ferðamenn.

„Þetta er orðin skrýtin skepna, Keflavíkurflugvöllur,“ segir Gauti í færslu á samfélagsmiðlum. „Hann er í eigu okkar Íslendinga í gegnum fyrirtæki sem heitir Isavia, en við erum samt orðin þriðja flokks borgarar.“

Allt lagt undir leigubíla og rútur

Gauti lýsir því þegar hann fór að sækja börnin sín fyrir jólin á völlinn. Hann segir að það hafi ekki verið heiglum hent að finna bílastæði nema langar leiðir frá stöðinni.

„Á milli er allt lagt undir leigubíla og rútur einkafyrirtækja,“ segir Gauti. „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang.“

Með færslunni birtir Gauti mynd af skipulagi flugvallarins. Þar má sjá að aðstaða Strætó sé lengst frá stöðinni, og Gauti segir það vera grín að almenningssamgöngur séu svo langt frá.

Bílastæði peningafólks

Þar á eftir koma bílastæði sem merkt eru P1, það er svokölluð betri stæði eða „bílastæði peningafólks“ eins og Gauti kallar þau. Stæði fyrir fatlaða eru eðlilega nálægt stöðinni. Síðan koma stæði fyrir rútur og leigubíla. Bílastæði fyrir almenning eru svo langt frá stöðinni líkt og aðstaða Strætó.

„Loks lengst til vinstri og alls ekki ókeypis eru stæði fyrir íslenskan pöpulinn og þar er allt ófrágengið og þar liggja töskukerrur eins og hráviði úti um allt,“ segir Gauti. „Þetta segir eins skýrt og hægt er að við sem eigum þennan flugvöll og notum hann mörg hver miklu oftar en nokkur ferðamaður erum þriðja flokks í augum þeirra sem reka flugvöllinn.“

Sóðaskapur og ógagnsæi

Færslan hefur vakið mikla athygli og margir taka undir með Gauta. Einnig er bent á ýmis önnur atriði sem séu ekki í lagi á vellinum.

Meðal annars sóðaskapurinn við flugstöðina. Það er að við þessar fordyr að Íslandi sé ekki hreinsað rusl. Ítrekað hefur verið fjallað um sóðaskap við Leifsstöð í fjölmiðlum, síðast hjá DV núna í desember.

Sjá einnig:

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Aðrir benda á ógagnsæi í gjaldtöku í bílastæðin. Greinir kona frá því að eftir að hafa ekið í gegnum bílanúmeralesara bjóst hún við því að fá rukkun samdægurs í heimabanka en hún kom ekki fyrr en viku seinna og var þá rúmlega 3 þúsund krónur fyrir 45 mínútur. Engin leið var að sjá hvernig hægt væri að greiða.

Vegna ástandsins á vellinum segjast sumir vera farnir að leggja brottfararmegin þegar fjölskyldumeðlimir eru sóttir upp á völlinn. Það er bíða eftir skilaboðum frá þeim og keyra þá að þar megin við flugstöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti