fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. janúar 2025 11:00

Ótilgreindur göngustígur. Mynd: Getty. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir manni fæddum árið 2002 fyrir nauðgun á ungri stúlku en atvikið átti sér stað á göngustíg á Selfossi.

Hinn sakfelldi heitir Sigmar Hjörtur Jónsson en atvikið átti sér stað á göngustíg nálægt heimili hans á Selfossi. Sigmar og stúlkan mæltu sér þar mót að nóttu í september árið 2021. Stúlkan ætlaði að fá hjá honum veipvökva og svokallaða viðnámsspólu í rafrettu. Skömmu eftir að þau hittust leið yfir stúlkuna.

Sigmar neitaði því að hafa hitt stúlkuna og sagðist hafa verið á heimili sínu alla nóttina. Hann kannaðist við að þekkja hana og sagði að þau hefðu verið í samskiptum á samfélagsmiðlum og rætt um að hann léti hana fá veipvökvann og viðnámsspóluna í vinnu daginn eftir, en þau voru vinnufélagar.

Stúlkan sagði hins vegar að þau hefðu hist og Sigmar hefði nauðgað sér á göngustígnum. Framburður beggja fyrir dómi var stöðugur og þótti trúverðugur en rannsókn á lífsýnum þykir sanna sekt Sigmars. Fannst lífsýni af honum í nærbuxum stúlkunnar.

Landsréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Sigmari. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í niðurstöðu Landsréttar segir:

„Frásögn ákærða og brotaþola af atvikum er hvor með sínum hætti og engir aðrir eru til frásagnar um atburðinn á göngustígnum. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða er fyrst og fremst byggð á niðurstöðu lífsýnarannsóknar sem héraðsdómur taldi staðfesta að ákærði hefði haft samræði við brotaþola í umrætt sinn. Ákærði hefur alfarið neitað því að hafa hitt brotaþola umrædda nótt og haft við hana samræði. Hann hefur ekki getað gefið neinar skýringar á því af hverju DNA úr brotaþola hafi fundist á honum, en bendir á að hugsanlega hafi það borist með óbeinum hætti en hann og brotaþoli hafi reglulega verið saman í bifreið á leið í og úr vinnu.“
Dóminn má lesa hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“