fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Sýndi skilaboð frá eiginkonu sinni sem hún sendi skömmu áður en vélin brotlenti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamaad Raza bíður nú á milli vonar og ótta um fréttir af afdrif eiginkonu sinnar sem var um borð í vél American Airlines sem brotlenti skammt frá Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington í nótt að íslenskum tíma.

Óttast er að allir 64 sem um borð voru í vélinni hafi farist þegar hún lenti í árekstri við herþyrlu þegar hún var að koma inn til lendingar. Fjórir voru um borð í herþyrlunni sem var í æfingaflugi þegar slysið varð.

Flugvélin fór í tvennt við áreksturinn og endaði brakið í Potomac-ánni sem er ísköld á þessum árstíma. Vélin var að koma frá Wichita í Kansas.

WUSA9 ræddi við Hamaad þar sem hann sat á flugvellinum og beið frétta af leitaraðgerðum.

„Ég vona að það sé einhver að draga hana upp úr ánni í þessum töluðu orðum. Það er það eina sem ég get vonað, ég bið til Guðs,“ sagði hann en eiginkona hans er aðeins 26 ára gömul og var í vinnuferð í Wichita.

Raza segir að eiginkona hans hafi sent honum skilaboð þess efnis að vélin væri að lenda eftir 20 mínútur og sýndi hann fréttamanninum skilaboðin. Það voru síðustu skilaboðin sem hann fékk frá henni. Hann sagðist svo hafa sent henni skilaboð en þau ekki skilað sér og þá hafi hann farið að gruna að eitthvað alvarlegt hefði gerst.

CNN greinir frá því að enginn hafi fundist á lífi eftir slysið og CBS sagði í morgunsárið að átján lík hefðu fundist. Er fjölmennt lið kafara á vettvangi að leita í ánni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“