fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 21:30

Hafnarfjörður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í síðasta mánuði hafa miklar deilur geisað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nokkurn tíma. Eigendur íbúðar í húsinu voru sakaðir um að hafa byggt í óleyfi íbúð í geymslum sem tilheyra þeirra íbúð og að þar væri búseta. Nágrannar eigendanna kærðu framkvæmdina og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar lagði dagsektir á eigendurna. Nú hefur hins vegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt ákvörðun byggingarfulltrúans úr gildi meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið kannað til hlítar hvort sannarlega væri búið í geymslunum.

Í fyrri úrskurði í málinu frestaði nefndin réttaráhrifum dagsektanna.

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Atburðarásin er rakin í nýja úrskurðinum. Í upphafi árs 2024 höfðu eigendur íbúðar í húsinu samband við byggingarfulltrúa vegna óleyfisframkvæmda í kjallara hússins. Að þeirra sögn höfðu nágrannar þeirra, sem eiga aðra íbúð í hússinu sagað gat í burðarvegg og sett upp salernisaðstöðu í sínum eigin geymslum í kjallara hússins og væri þar búseta. Byggingarfulltrúi ráðlagði þeim að halda húsfund í húsfélagi hússins eða hafa samband við húseigendafélagið til þess að reyna að ná sáttum við eigendurna sem stóðu í þessum framkvæmdum og knýja á um að sótt yrði um byggingarleyfi.

Bréf Húseigendafélagsins hafði ekkert að segja og sneru þá hinir ósáttu nágrannar sér aftur til byggingarfulltrúans, síðastliðið sumar. Eftir að eigendurnir urðu ekki við tilmælum byggingarfulltrúans um að sækja um byggingarleyfið og láta af hinni meintu óleyfisbúsetu voru í nóvember 2024 lagðar á dagsektir sem námu 20.000 krónum og áttu að taka gildi í desember.

Allt samkvæmt samningi

Í kæru eigendanna sem dagsektirnar voru lagðar á kom meðal annars fram að rýmin í kjallara hússins sem tilheyri þeirra íbúð séu annars vegar stórt herbergi með gluggum, samtals 16,1 fermetrar og hins hinvegar minna rými, samtals 7,2 fermetrar sem hafi verið innréttað sem baðherbergi til fjölda ára. Eignaskiptasamningur staðfesti þessa skiptingu.

Sögðu eigendurnir byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar aldrei hafa gefið þeim kost á að koma sínum sjónarmiðum í málinu á framfæri.

Í kæru þeirra var vitnað í bréf byggingarfulltrúans til þeirra. Sagði hann rýmin skráð sem geymslur í eignaskiptayfirlýsingu og búseta í geymslum væri óheimil. Byggingarfulltrúi sagði enn fremur í bréfunum að hvergi væru skráð herbergi, eldhús eða snyrting í rýminu og vitnaði í ákvæði byggingareglugerðar um lofthæð í eldhúsi.

Vísuðu eigendurnir því alfarið á bug að í umræddum rýmum væri eldhús.

Ábending

Sögðust eigendurnir í kærunni hafa beðið um öll gögn í málinu og á hvaða forsendum byggingarfulltrúinn hefði dregið ályktun um að umrædd rými væru ekki nýtt í samræmi við samþykkta uppdrætti. Hafi svarið verið að kvörtun hafi borist í símtali og fullyrt verið að annar eigendanna hefði viðurkennt fyrir byggingarfulltrúanum að vinur viðkomandi byggi í geymslunum og búið væri að útbúa íbúð þar.

Sögðu eigendurnir byggingarfulltrúann aldrei hafa kannað til hlítar hvort að óleyfisbúseta væri í raun og veru í geymslunum. Þetta hafi verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.

Þar sem ákvörðun byggingarfulltrúans hafi byggt á utanaðkomandi ábendingu hafi honum verið skylt að athuga hvort hún ætti við rök að styðjast og ráðast í nauðsynlega rannsókn til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun. Hafi það ekki verið gert heldur tekin ákvörðun út frá einhliða ábendingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast.

Burðarveggur

Í andsvörum Hafnarfjarðarbæjar var fullyrt að hinir ósáttu nágrannar hefðu framvísað ljósmyndum sem sýndu fram á eigendurnir hefðu sagað gat í burðarvegg og slík framkvæmd sé byggingarleyfisskyld.

Höfnuðu eigendurnir því að umræddur veggur væri burðarveggur. Um væri að ræða millivegg sem tilheyrði þeirra séreign. Byggingarfulltrúinn hafi verið beðinn um teikningar af burðarvirki hússins en svarið hafi verið að húsið væri það gamalt að slíkar teikningar væru ekki til. Við nánari skoðun á sniði hússins hafi komið í ljós að aðeins útveggir væru sýndir sem burðarveggir.

Hafi byggingarfulltrúinn því bersýnilega tekið ófaglega ákvörðun án sannanna og haldbærra gagna.

Ekki kannað

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að ljóst sé deilur hafi verið milli eigendanna og nágranna þeirra, sem kvörtuðu, um tilurð og umfang framkvæmdanna og um hver væri notkun rýmisins í séreign eigendanna í kjallara hússins. Þar að auki liggi ekki fyrir viðunandi teikningar sem unnt sé að byggja á. Því sé ljóst að ekki hafi verið með fullnægjandi hætti gengið úr skugga um hvort óleyfisbúseta væri til staðar eða framkvæmdir metnar út frá staðfestum gögnum. Rannsókn málsins við undirbúning ákvörðunar um dagsektir hafi því verið ábótavant.

Það sé ekki í samræmi við stjórnsýslulög og því sé ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um að beita eigendurna dagsektum felld úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“