fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 19:30

Blönduós í Húnabyggð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósleiðari hefur í tvígang rofnað í Húnavatnssýslum undanfarna mánuði og svæði orðið net- og símasambandslaus. Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og tryggja þurfi varaleiðir til að öryggi íbúa sé tryggt.

Fyrra atvikið var þann 9. desember þegar ljósleiðari sunnan við Skagaströnd slitnaði í miklum vatnavöxtum í Hrafná. Allt net- og símasamband á Skagaströnd rofnaði sem og í nærliggjandi sveitum á Skaga, sem tilheyra Húnabyggð.

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skagastrandar, sagði í viðtali við RÚV um málið að það hefði skapast „almannahættuástand.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ljósleiðari rofnar við bæinn, það gerðist einnig árið 2022. Sagði hún hægt að laga málið með hringtengingu ljósleiðara, en hann er eintengdur í dag.

Tveir bæir innlyksa

Seinna atvikið var 15. janúar þegar ljósleiðari rofnaði í Svartárdal. Urðu bæirnir Hvammur og Stafn net- og símalausir vegna þessa. Einnig flæddi ís og krapi yfir veginn og lokaði aðgengi að bæjunum tveimur. Urðu þeir því alveg innlyksa.

Byggðarráð og sveitarstjórn Húnabyggðar hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna þessa.

„Byggðarráð telur það með öllu óásættanlegt að árið 2025 sé hægt að kippa fólki úr net- og símasambandi við umheiminn og þar með ógna öryggi fólks,“ segir í bókun. „Það er mikilvægt að allir leggist á eitt hvort sem það er ríki, sveitarfélög og/eða fjarskiptafyrirtæki um að finna lausn á þessu almannarvarnarástandi sem skapast hefur með stuttu millibili í Austur-Húnavatnssýslu og ógnar öryggi, lífi og heilsu fólks. Það er óhjákvæmilegt að bilanir verði í fjarskiptakerfum okkar en tryggja verður að fólk hafi varaleiðir þannig að öryggi íbúa sé tryggt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“