fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Fyrrverandi heimsmeistarar voru um borð í vélinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 09:48

Evgenia og Vadim voru í vélinni eins og sonur þeirra, hinn 23 ára gamli Maxim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Evgenia Shishkova og Vadim Naumov voru um borð í Bombardier-flugvél American Airlines sem lenti í árekstri við herþyrlu skammt frá Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington í nótt að íslenskum tíma.

Evgenia og Vadim, 53 og 56 ára, urðu heimsmeistarar á listskautum árið 1994 en með þeim í vélinni var einnig 23 ára sonur þeirra, Maxim Naumov, sem varð í 5. sæti á heimsmeistaramóti ungmenna á listskautum árið 2020. Mail Online segir frá þessu.

Sjá einnig: Sýndi skilaboð frá eiginkonu sinni sem hún sendi skömmu áður en vélin brotlenti

Evgenia, Vadim og Maxim voru í Wichita til að vera viðstödd mót sem þar fór fram. Talið er að fleiri skautadansarar, þjálfarar og aðstandendur þeirra hafi verið í vélinni.

Evgenia og Vadim fæddust í Rússlandi og gengu í hjónaband árið 1995. Þau settust svo að í Bandaríkjunum árið 1998 þar sem þau hafa búið síðan.

Óttast er að allir 64 sem um borð voru í vélinni hafi farist sem og þeir fjórir sem voru um borð í herþyrlunni. Flugvélin fór í tvennt við áreksturinn og endaði brakið í Potomac-ánni sem er ísköld á þessum árstíma. Yfirvöld hafa staðfest að 19 lík hafi fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“