Þann 2. desember síðastliðinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness dómur yfir manni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn ungri systurdóttur sinni.
Maðurinn var sakaður um að hafa á ótilgreindum tíma árið 2021 þuklað innanklæða á lærum barnsins og látið hana snerta beran getnaðarlim sinn. Stúlkan var þá 7-8 ára gömul.
Maðurinn játaði brot sitt samkvæmt ákæru.
Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur.
Dóminn má lesa hér.