Fjölmargir aðilar, meðal annars fyrirtæki, hafa misst netsamband núna í eftirmiðdaginn vegna bilunar hjá Mílu. Bilun varð í línuspjaldi Mílu í Árbæ og snertir þetta um 1000 nettengingar á heimilum og hjá fyrirtækjum á svæðinu.
Atli Stefán Yngvason, samskiptastjóri Mílu, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:
„Það er því miður bilun í línuspjaldi okkar í Árbæ þannig að heimili og fyrirtæki á svæðinu, eða um 1000 nettengingar, eru án netsambands sem stendur. Einhver áhrif eru á farsímaþjónustu á svæðinu en samband þó víðast hvar. Viðgerð er hafin og áætlaður viðgerðartími er 1-3 klukkustund/ir.“
Viðgerð er lokið og netsamband er komið á alls staðar að nýju.