Það þarf ávallt að fara gætilega í umferðinni en ekki síst á þessum árstíma þegar götur eru hálar, snjóruðningar þrengja akreinar og skammdegismyrkrið byrgir sýn.
Atvikið sem fangað er á meðfylgjandi myndbandi og ónefndur lesandi sendi DV, átti sér stað á Miklubraut, rétt við Lönguhlíð, laust eftir kl. 8 í morgun. Einn bíll fer þá utan í hliðina á öðrum og sú spurning vaknar hvað ökumaðurinn var eiginlega að gera í aðdraganda atviksins. Viðkomandi hefur varla verið með hugann við aksturinn. Grunur vaknar um símanotkun, þó að útilokað sé að geta sér til um hvað olli þessari furðulegu óvarkárni.
Myndbandið er hér að neðan.