fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 14:00

Steingrímur Þormóðsson, Skorri Steingrímsson og Fjölnir Vilhjálmsson vekja athygli á málinu í Morgunblaðinu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að mati höf­unda kann tak­mörkuð rann­sókn starfs­manna einka­hluta­fé­lags­ins að leiða til þess að rétt­arstaða öku­manna og farþega sem slasast í um­ferðarslys­um verði oft þung og erfið,“ segja þeir Steingrímur Þormóðsson, Skorri Steingrímsson og Fjölnir Vilhjálmsson, lögmenn hjá Lögmönnum Árbæ slf., í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni, sem ber yfirskriftina Er fyrirtæki „úti í bæ“ að rannsaka umferðarslys?, gagnrýna þeir það fyrirkomulag sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu þegar umferðaróhöpp verða og þá staðreynd að meirihluti umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu sé ekki rannsakaður af lögreglu.

Benda þeir á að ökumenn hafi ríkum skyldum að gegna, til dæmis að stoppa gegn rauðu ljósi og við biðskyldumerki. Þá þurfi ökumenn að hafa ökuréttindi og vera allsgáðir við aksturinn. Sinni ökumenn ekki þessum ríku skyldum sínum, til dæmis þegar umferðaróhöpp verða, varði slíkt fésektum eða annarri þyngri refsingu.

Skylda lögreglu framseld einkahlutafélagi

„Sam­kvæmt um­ferðarlög­um, lög­reglu­lög­um og lög­um um meðferð saka­mála kem­ur það í hlut lög­reglu að rann­saka öll um­ferðarslys og -óhöpp. Hér á höfuðborg­ar­svæðinu hafa þessi mál hins veg­ar þró­ast á þá leið að mik­ill meiri­hluti um­ferðarslysa á höfuðborg­ar­svæðinu er ekki rann­sakaður af lög­reglu held­ur hef­ur sú skylda lög­reglu að rann­saka um­ferðarslys á höfuðborg­ar­svæðinu að miklu leyti verið framseld einka­hluta­fé­lag­inu Aðstoð og ör­yggi ehf. Mætti kom­ast svo að orði að starfs­menn fyrr­greinds einka­hluta­fé­lags gangi í störf lög­reglu­manna,“ segja lögmennirnir í grein sinni.

Benda þeir á að fyrstu viðbrögð þeirra öku­manna sem lenda í um­ferðarslys­um sé að hringja á Neyðarlín­una, í síma 112, og biðja um aðstoð lög­reglu. Svarið sé hins veg­ar oft­ast þannig að starfsmaður Aðstoðar og ör­ygg­is ehf. er send­ur á staðinn.

„Sá starfsmaður Aðstoðar og ör­ygg­is ehf. sem á slysstað kem­ur byrj­ar á að taka viðtal við öku­menn þeirra bif­reiða sem sam­an rák­ust, í hljóði og mynd. Í kjöl­farið eru tekn­ar mynd­ir af skemmd­um á bif­reiðunum. Ef bif­reiðarn­ar, báðar eða önn­ur, eru ógang­fær­ar vegna skemmd­anna hring­ir starfsmaður­inn á Krók, sem fjar­læg­ir bif­reiðarn­ar. Aft­ur á móti er ekk­ert hugað að öku­mönn­um bif­reiðanna og þurfa þeir að bjarga sér sjálf­ir af slysstað. Í beinu fram­haldi verða þeir að fara til lækna á eig­in veg­um, sem get­ur verið taf­samt.“

Getur haft áhrif á réttarstöðu ökumanna

Lögmennirnir þrír benda svo á að skýrslur Aðstoðar og ör­ygg­is ehf. um um­ferðarslys séu yf­ir­leitt mjög fá­brotnar. Aðeins sé skráð í tveim­ur til þrem­ur lín­um frá­sögn hlutaðeig­andi öku­manna af slys­inu og síðan séu fjöl­marg­ar mynd­ir af þeim skemmd­um sem á bif­reiðunum eru.

„Að mati höf­unda kann tak­mörkuð rann­sókn starfs­manna einka­hluta­fé­lags­ins að leiða til þess að rétt­arstaða öku­manna og farþega sem slasast í um­ferðarslys­um verði oft þung og erfið. Oft á tíðum komi ekki fram mik­il­væg atriði í skýrsl­um fyr­ir­tæk­is­ins sem síðar kunna að skipta sköp­um fyr­ir rétt­ar­stöðu tjónþola. Í dæma­skyni má nefna hvort tjón­vald­ur hafi virt stöðvun­ar­skyldu eða aðrar regl­ur um­ferðarlag­anna.“

Í grein sinni nefna þeir Steingrímur, Skorri og Fjölnir að Aðstoð og ör­yggi ehf. starfi á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir öll vá­trygg­ing­ar­fé­lög­in.

„Er sá hátt­ur hafður á að fyr­ir­tækið fær greidda ákveðna fjárhæð fyr­ir hverja skýrslu. Alla jafna eru viðkom­andi tjónþolar ekki upp­lýst­ir um þá staðreynd og marg­ir hverj­ir líta svo á að starfs­menn Aðstoðar og ör­ygg­is ehf. gegni op­in­beru hlut­verki enda eru þeir send­ir á vett­vang í stað lög­reglu fyr­ir til­stuðlan Neyðarlín­unn­ar. Eru þá dæmi þess að tjónþolar af er­lendu bergi brotn­ir hafi litið svo á að um hafi verið að ræða aðila á veg­um lög­regl­unn­ar.“

Ítrekað kvartað án árangurs

Þá sé það þannig að ólíkt því sem þekkist í þeim tilvikum þegar lögregla rannsakar umferðarslys kanni starfsmenn Aðstoðar og öryggis ekki hvort hluteigandi bifreið sé lögleg og með skoðun, hvort öku­menn bif­reiðanna séu með gild öku­rétt­indi og hvort þeir séu alls­gáðir.

„Einnig kann­ar lög­regla heml­un­ar­vega­lengd­ir og ástand hjól­b­arða og afl­ar framb­urðar sjón­ar­votta. Ef í ljós kem­ur að öku­menn eða farþegar eru með áverka­ein­kenni er hringt í sjúkra­bif­reið, sem ekur þeim á bráðadeild Land­spít­al­ans þar sem áverk­ar eru rann­sakaðir af lækn­um. Sá ökumaður sem af sér brýt­ur fær viðeig­andi refs­ingu, en slepp­ur við slíkt í til­viki Aðstoðar og ör­ygg­is ehf.“

Í lok greinar sinnar segja lögmennirnir að þeir hafi gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telji að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu starfi ekki í samræmi við lög með því að útvista lögreglustörfum með þessum hætti til Aðstoðar og öryggis ehf. Hafi Lög­menn Árbæ slf. ít­rekað kvartað til stjórn­valda vegna þess­ar­ar fram­kvæmd­ar án þess að það hafi borið ár­ang­ur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs
Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
Fréttir
Í gær

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu