Annars vegar var tilkynnt um krakka að kasta flugeldum á aðra við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Krakkarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.
Hins vegar var tilkynnt um krakka að kveikja í og setja flugelda í ruslatunnu í Mjóddinni í Breiðholti. Eldur kom upp í ruslatunnunni en hann var slökktur með slökkvitæki.
Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var svo tilkynnt um slys þar sem ungmenni hafði skorið sig. Að sögn lögreglu hafði múrsteini verið kastað í gegnum rúðu þannig að rúðubrotin skáru ungmennið sem sat inni. Málið er í rannsókn.
Lögregla hafði svo afskipti af ökumanni og farþega bifreiðar sem tilkynnt hafði verið stolin. Tveir voru í bifreiðinni sem gáfu mismunandi sögur um af hverju þeir væru í bifreiðinni sem stemmdu ekki. Þeir voru handteknir og vistaðir í klefa vegna málsins en þeir reyndust einnig vera með fíkniefni meðferðis.