Armando Zoto varð fyrir því óláni að litlum, hvítum sendibíl var stolið frá honum að morgni nýársdags, laust eftir klukkan 7. Bíllinn var þá við götuna Félagstún, rétt hjá Borgartúni og Katrínartúni.
Bíllinn sést síðast, í myndeftirlitsvélum, við Guðrúnartún 1, en það var síðar á nýársdagsmorgun.
Ef einhver hefur séð bílinn síðan þá, eða hefur einhverjar upplýsingar um hann, er viðkomandi beðinn um að hringja í Armando í síma 7895822.
Skráningarnúmer er OD462.
Þjófnaðurinn hefur verið tilkynntur til lögreglu sem hefur enn sem komið er ekki tekist að finna bílinn.