fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að keyra um Norðurland með fljótandi súrefni í leyfisleysi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 13:30

Akstur mannsins var stöðvaður á Norðurlandsvegi við Brú í Húnaþingi Vestra. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt fyrirkall og ákæra á hendur manni. Er hann ákærður fyrir að hafa ekið um Norðurland með súrefni í fljótandi formi í eftirdragi án tilskilinna leyfa.

Er maðurinn kvaddur til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra, á Sauðárkróki, í mars næstkomandi þegar mál hans verður tekið fyrir.

Samkvæmt ákærunni braut maðurinn, sem á lögheimili í Reykjavík, umferðarlög með því að hafa í febrúar 2024, ekið bifreið sem dró eftirvagn, sem innihélt O2, súrefni, undirkælt fljótandi gas, um Norðurlandsveg við Brú í Húnaþingi vestra, án þess að hafa meðferðis tilskilið farmbréf eða flutningseyðublað.

Segir í ákærunni að þetta varði við reglugerð um flutning á hættulegum farmi og 81. og 94. grein umferðarlaga. Í þessum greinum er m.a. kveðið á um að fara skuli eftir reglugerðum um flutning á hættulegum farmi sem settar séu og brot á því varði sektum.

Í fyrirkallinu og ákærunni kemur ekkert fram um hver tilgangur þessa flutnings á fljótandi súrefni var en það er meðal annars notað í iðnaði og heilbrigðisþjónustu. Einnig kemur ekki fram hvort maðurinn var á suður- eða norðurleið.

Ljóst er að fljótandi súrefni getur verið hættulegt. Það er yfirleitt geymt í miklum kulda og komist það í snertingu við húð manna getur það valdið alvarlegum kalsárum. Einnig getur verið hættulegt að anda því að sér við mikinn þrýsting, sem getur valdið t.d. ógleði, svima, sjóntruflunum og jafnvel meðvitundarleysi. Komist fljótandi súrefni í snertingu við tiltekin efni getur hvers kyns neisti valdið sprengihættu. Þar á meðal eru efni sem unnin eru úr hráolíu, t.d. malbik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Í gær

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan