fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Inga fær á baukinn: „Mér finnst þessi frétt vera með ólíkindum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er gagnrýnd nokkuð harðlega af fyrrverandi ráðherrum í viðtölum í Morgunblaðinu í dag.

Vísir greindi frá því í gær að Inga, sem er félags- og húsnæðismálaráðherra, muni hafa hellt sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skópars barnabarns hennar. Er Inga sögð hafa minnt á vald sitt og áhrif í samfélaginu og tengsl við lögreglu.

Skórnir komu í leitirnar um síðir en Inga mun hafa verið ósátt við hversu illa gekk að finna þá. Símtalið átti sér stað að sögn fyrir um þremur vikum.

Morgunblaðið ræðir í dag til dæmis við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins um málið. „Mér finnst þessi frétt vera með ólíkindum, ef hún er sönn,“ segir hún og bætir við:

„Ef Inga er orðin ráðherra á þessum tíma þá er þetta mikil misbeiting á ráðherravaldi, sem ég myndi segja að væri mjög alvarlegt.“

Undir þetta tekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Miðflokksins. Hún segir að ekki þurfi neinar sérstakar siðareglur til að sjá að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi