fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Farsímamastur verður reist rétt við göngubrú í Garðabæ – Gæti þurft að víkja í framtíðinni

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 16:30

Á þessu svæði við göngubrú í Garðabæ stendur til að reisa 18 metra háan farsímasendi. Mynd: Skáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ása og Grunda og lagt til við bæjarstjórn að hún veiti samþykki sitt. Snýst tillagan um að heimilt verður að reisa 18 metra háan farsímasendi rétt við göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg. Í fundargerð segir að engar athugasemdir hafi borist en í Skipulagsgátt má þó sjá að bæði Vegagerðin og Isavia setja fyrirvara við samþykki sitt fyrir því að sendirinn verði reistur á þessum stað. Segir Vegagerðin raunar að svo gæti farið að sendirinn þurfi að víkja í framtíðinni fyrir vegaframkvæmdum sem fyrirhugaðar séu á svæðinu.

Tillagan var fyrst birt til kynningar í Skipulagsgátt í október síðastliðnum. Þar kemur fram að göngubrúin nær frá enda Breiðáss og yfir Hafnarfjarðarveg. Sendirinn verður reistur þeim meginn brúarinnar sem Breiðáss er en samkvæmt tillögunni verður hann vestan megin við brúarendann. Nákvæm fjarlægð milli brúar og sendis kemur ekki fram í tillögunni en miðað við mynd sem í henni er þá er ljóst að sendirinn verður örstutt frá göngubrúnni.

Það kemur ekki fram í tillögunni eða í fundargerðum bæjarráðs og skipulagsnefndar, þar sem tillagan var samþykkt, hvers vegna þörf er á því að reisa sendinn á þessum stað.

Í skipulagsgátt má sjá fimm athugasemdir. Rin þeirra er frá Isavia sem óskar eftir því að á mastrið verði sett hindranalýsing. Æskilegt sé að kvöð um hindranalýsingu fari í deiliskipulagið. Útfærsla á ljósi eða ljósum þurfi að vinnast í samráði við Samgöngustofu.

Framtíðin

Vegagerðin gerir ýmsa fyrirvara við áformin. Bent er á að fyrirhugað sé á þessu ári að leggja hjólastíg á þessu svæði sem fari undir göngubrúnna og liggi meðfram hinum fyrirhugaða sendi. Vill Vegagerðin sjá staðsetningu stígsins á teikningum deiliskipulagsins og að tryggt sé að nægilegt pláss verði gefið fyrir stíginn.

Vegagerðin segir í umsögninni að það sé mat stofnunarinnar að hinn fyrirhugaði farsímasendir sé innan veghelgunarsvæðis Hafnarfjarðarvegs sem sé í umsjá stofnunarinnar. Sækja þurfi um leyfi til Vegagerðarinnar til að byggja innan veghelgunarsvæðis.

Bendir Vegagerðin einnig á að auk hjólastígsins sé fyrirhugað að setja Hafnarfjarðarveg í stokk á þessu svæði en lega stokksins og áhrifasvæði sé óljóst eins og er. Stokkur á Hafnarfjarðarvegi sé hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og sé áætlað að hefja byggingu hans árið 2034.

Vegagerðin segir það sitt mat að staðsetning sendisins komi ekki til með að hafa áhrif á þjónustu við Hafnarfjarðarveg eins og hann sé í dag og árekstrarhætta sé óveruleg. Þar sem þessar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á þessu svæði leggi Vegagerðin áherslu á að leyfi verði fengið hjá henni fyrir því að sendirinn verði á þessum stað og það leyfi sé háð því að sendirinn gæti þurft að víkja fyrir hjólastígnum eða stokknum, í framtíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“