fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Deilur útgerðarfyrirtækja í Vestmannaeyjum við ríkið fara fyrir Hæstarétt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 12:30

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttur hefur samþykkt að taka fyrir tvö dómsmál á milli útgerðarfyrirtækja í Vestmannaeyjum og íslenska ríkisins. Um er að ræða fyrirtækin Huginn ehf. og Vinnslustöðina hf. Snúast dómsmálin um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem fyrirtækin urðu fyrir þegar Fiskistofa úthlutaði þeim minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart fyrirtækjunum þar sem að Fiskistofa hefði á árunum 2011-2014 úthlutað þeim minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Bæði fyrirtækin höfðuðu í kjölfarið skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir á árunum 2011-2018 en Vinnslustöðin hafði áður höfðað sambærilegt mál.

Niðurstöður í málunum voru þó ólíkar en í máli Hugins var það ríkið sem fór fram á áfrýjunarleyfi en fyrirtækið lagðist gegn áfrýjun. Í hinu málinu voru það bæði ríkið og Vinnslustöðin sem fóru fram á áfrýjun.

Í máli Hugins tók héraðsdómur mið af minnsta missi hagnaðar samkvæmt matsgerð. Í dómnum var eingöngu miðað við meðalkostnað við veiðarnar og 10 prósent frádrátt vegna óvissuþátta, auk lækkunar vegna ársins 2012. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að matsgerð hefði ekki verið hnekkt með yfirmati. Var þeim málatilbúnaði ríkisins hafnað að tjón Hugins væri ósannað og að kröfur fyrirtækisins væru fyrndar. Niðurstaða héraðsdóms var því staðfest.

Þrjátíu prósent

Í máli Vinnslustöðvarinnar var í Héraðsdómi niðurstaða matsgerðar lögð til grundvallar um fjárhæð bóta með þeim hætti að bótafjárhæðin var vegna óvissuþátta miðuð við 30 prósent lægri fjárhæð. Landsréttur lagði niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar með sama hætti og héraðsdómur en miðaði við meðalhagnað eingöngu. Landsréttur taldi að kröfur vegna áranna 2011 og 2012 hefðu verið fyrndar þegar Vinnslustöðin höfðaði fyrra mál sitt gegn íslenska ríkinu.

Í báðum málunum fór ríkið fram á áfrýjun til Hæstaréttar meðal annars á þeim grundvelli að þau sé fordæmisgefandi um ýmsa grundvallarþætti við ákvörðun almenns fjártjóns og sönnunarbyrði. Jafnframt reyni á við hvaða aðstæður sé unnt að dæma bætur að álitum og hvaða kröfur eigi að gera til sönnunarfærslu þegar erfiðleikum sé bundið að færa nákvæmar sönnur á tjón.

Í máli Vinnslustöðvarinnar vísaði ríkið einnig til þess að málið varðaði þýðingu matsgerðar þegar kostnaðarmat sé með miklu óvissubili og bótakrefjandi hafi kosið að leggja ekki fram frumgögn ætluðu tjóni sínu til stuðnings.

Í báðum málunum gerði ríkið margvíslegar athugasemdir við dóma Landsréttar.

Vinnslustöðin óskaði eftir áfrýjunarleyfi í sínu máli á þeim grundvelli sú aðferð sem Landsréttur hafi notað til að ákveða bætur sé röng og með niðurstöðunni hafi verið virt að vettugi sérfræðileg niðurstaða dómkvaddra manna án þess að íslenska ríkið hefði leitast við að hnekkja forsendum matsgerðarinnar með yfirmati. Þá sé niðurstaða Landsréttar um fyrningu bótakrafna vegna áranna 2011 og 2012 bersýnilega röng. Aðilar hafi gert sátt og í henni hafi tjónstímabilið verið tiltekið, árin 2011 til 2014.

Það er niðurstaða Hæstaréttar að líta verði svo á að bæði málin geti haft fordæmisgildi um meðal annars sönnunarfærslu og ákvörðun fjártjóns. Hann mun því taka bæði málin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“