fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 17:30

Atvikið hefur vakið mikið umtal. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfurðulegt atvik átti sér stað í hlaðvarpi í Bandaríkjunum á dögunum. Rappari var þar í viðtali í hljóði og mynd en skaut óvart úr skammbyssu innanklæða þannig að nokkurt uppnám varð.

Rapparinn sem um ræðir kallar sig OG 2 LOW og var í viðtali í hlaðvarpsþættinum „1 on 1 w/Mike D.“

„Hver skaut hvern?“

Eins og sést í myndbandinu var Mike D að spyrja OG út í lífshlaup hans þegar hinn síðarnefndi fer eitthvað að bisa við buxnavasann sinn. Skyndilega heyrist hvellur og OG bregður mikið.

„Hver skaut hvern?“ spyr Mike D. „Var einhver skotinn?“ En OG sat í sæti sínu með stjarfan svip.

Hafði OG óvart hleypt af skoti úr byssu í vasanum en til allrar lukku varð skaðinn ekki mikill. Fullvissuðu Mike D og OG hlustendur um að allt væri í lagi og héldu áfram með viðtalið. Seinna kom í ljós að OG hafði fengið skrámu á fótlegginn.

Viðtalið hefur vitaskuld vakið mikið umtal á netinu. En ekki fyrir umræðurnar um líf og störf OG 2 LOW heldur byssuöryggi.

Líkt við atvik Plaxico Burress

Hefur atvikinu verið líkt við atvik frá árinu 2008 þegar NFL leikmaður að nafni Plaxico Burress skaut sig óvart í lærið á næturklúbbi. Burress var með Glock byssu í vasanum á skemmtistaðnum LQ í New York og líkt og hjá OG í áðurnefndu viðtali var öryggið ekki á.

Engan annan sakaði í það skiptið en Burress þurfti læknisaðstoð á spítala. Var hann ákærður fyrir atvikið og þurfti að greiða háa sekt, bæði til yfirvalda og til liðsins sem hann spilaði fyrir, New York Giants. Burress hefur eftir þetta barist fyrir hertum reglum um skotvopn.

Byssulög allt of rúm

Líkt og Burress hefur OG fengið mikla gagnrýni fyrir að mæta með byssu innanklæða í viðtalið. Einnig hefur verið gagnrýnt hversu auðvelt það er fyrir óábyrgt fólk að útvega sér skotvopn, og vera með það á sér á meðal almennings eða við vinnu.

Bent hefur verið á að þó að rapparinn hafi sloppið bærilega og enginn annar hafi slasast þá hafa iðulega komið upp atvik sem hafa ekki endað á jafn farsælan máta. Heldur jafn vel með stórslysum eða dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm