fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 09:00

Vigfús Bjarni Albertsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þekki sjálfur að veikjast lífshættulega og mér fannst þau veikindi dýpka mína trú verulega. Maður er einhvern veginn búinn að missa allt, missa alla stjórn líka. Maður er búinn að leggja traust sitt á einhverja lækna og ekki einu sinni víst hvort það dugi. Það er allt farið einhvern veginn,“

segir Vig­fús Bjarni Al­berts­son prestur og forstöðumaður fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Vigfús Bjarni hefur starfað árum saman við að hjálpa fólki að glíma við hinar ýmsu sorgir og áskoranir sem lífið býður því upp á. Sjálfur mátti hann glíma við mikla áskorun þegar hann veiktist alvarlega fyrir tveimur árum.

„Fyrir tveimur árum uppgötvaðist að ég væri með ónýta ósæðarloku. Svo kemur eftir á að ég var búinn að finna fyrir einkennum í mörg ár og hefði þurft að fá meðhöndum fyrir tíu árum eða eitthvað. Það er eins og það er. Ég veiktist og krassaði og þá kom í ljós að hjartalokan var orðin föst og búin að stækka hjartað og valda hjartaáfalli. Þannig að hjartað var orðið mjög skemmt og ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu og þurfti að fara í skyndiaðgerð, stóra aðgerð, og svaf á gjörgæslu í átta daga og var þar í hálfan mánuð. Og var svona hætt kominn, mjög, hér er ég nú samt.“

„Í mínum huga er tilgangur trúarbragða að minnka egó í fólki, af því við erum öll að fást við stórt egó. Þegar maður lendir í stóru áfalli þá fellur egóið niður, það er ekkert eftir. Þá verður oft trúarleg reynsla í fólki. Maður verður svo berskjaldaður, gáfur manns virka ekki, ráðin manns virka ekki, hver maður er afhjúpast. Stétt, staða, aldur, útlit, afrek það er allt farið, það er ekkert eftir nema kjarninn . Þetta er kjarni trúarinnar finnst mér.“

Segir ofbeldissögu búa í genum okkar

Vigfús og Kidda ræða einnig um kynferðisofbeldi sem allir vissu af en allir þögðu yfir. Staðan í dag sé gjörbreytt frá fyrri kynslóðum þó enn megi gera betur.

„Við erum ótrúlega langt komin miðað við hvernig þetta var. Við viðurkennum að þetta sé til, að kynferðisofbeldi er hluti af sögu okkar og menningu og við trúum fólki og reynsluheimi þess. Ég er ekki að segja að þetta sé fullkomið en við erum á allt öðrum stað en fyrir 20 árum og fyrir 40 árum.

Það er heilmikið uppgjör búið að eiga sér stað í íslensku samfélagi við þennan veruleika en það er ekki sama hvaða kynslóð það er. Ég held að kynslóð foreldra okkar eigi erfiðara með það og kynslóð afa okkar og ömmu enn erfiðara með það og geti jafnvel ekki tekist á við það.“

Segi hann gamla konu hafa lýst fyrir sér baðstofulífinu og margt ófagurt átt sér stað þar.

„Hún var að tala um grafalvarlega hluti. Ég held það sé svakaleg ofbeldissaga í genum okkar og kynslóðunum sem við höfum ekki hugmynd um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Trausti með dökka framtíðarspá – „Váin eykst með hverjum áratugi“

Ari Trausti með dökka framtíðarspá – „Váin eykst með hverjum áratugi“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“