fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Símon slapp með skilorð fyrir að grípa um lim drengs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 20:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símon Ingvar Jósefsson var fyrr í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að grípa utan um lim ólögráða drengs og segja honum að hann væri ekki með standpínu. Símon játaði brot sitt en mikil dráttur á meðferð málsins átti sinn þátt í því að hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm.

Í dómnum kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í sturtuklefa sundlaugar sumarið 2022. Það er ekki tilgreint um hvaða sundlaug var að ræða en eins og DV hefur greint frá var það í Grafarvogslaug. Var Símon ákærður fyrir kynferðislega áreitni en ákæran var lögð fram í desember 2024.

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Aldur drengsins er ekki tilgreindur í dómnum en fram kemur að hann var ólögráða þegar atvikið átti sér stað.

Símon játaði brot sitt en verjandi hans krafðist þess að honum yrði ekki gerð refsing.

Fram kemur í dómnum að Símon hafi fjórum sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota, síðast í september 2022. Fjórða brotið var metið honum til refsiauka í þessu máli sem og ungur aldur drengsins og alvarleiki brotsins. Á móti var horft til játningar Símonar og hversu langan tíma meðferð málsins tók sem ekki væri hægt að kenna honum um. Eins og áður segir átti brotið sér stað fyrir tveimur og hálfu ári en ákæra var gefin út í síðasta mánuði.

Því þótti hæfilegt að dæma Símon í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var þar að auki dæmdur til að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur auk vaxta en móðir drengsins hafði krafist 1.200.000 króna fyrir hans hönd.

Dóminn í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar