Þetta staðfestir Diljá í þætti Dagmála á vef mbl.is en fjallað er um efni viðtalsins í Morgunblaðinu í dag.
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi flokksins í lok febrúar og hafa nokkrir Sjálfstæðismenn verið orðaðir við framboð. Má þar nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.
Diljá Mist segist ekki útiloka neitt og segist vera að máta sig við sína stuðningsmenn og fólk í flokknum.
„Ég hef þungar áhyggjur af stöðu flokksins og ef það er eftirspurn eftir því að ég taki þátt í því verkefni sem blasir við okkur, þá mun ég ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Diljá í þættinum sem ná nálgast hér.