Maður hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot vegna atviks sem átti sér stað á veitingastað í Mosfellsbæ haustið 2022.
Hinn ákærði veittist að dreng sem hafði verið með læti inni á veitingastaðnum, tók hann meðal annars hálstaki, hristi hann og öskraði á hann. Hlaut barnið yfirborðsáverka á hálsi af árásinni.
Hinn ákærði játaði skýlaust sök í málinu.
Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. janúar. Var ákærði dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Hann var jafnframt dæmdur til að greiða foreldri barnsins 250 þúsund krónur í miskabætur.