fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 20:47

Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HP Elitebook X 14 (G1a) er nú komin á markað hér á landi en hún mun vera öflugasta gervigreindar fartölva á fyrirtækjamarkaði til þessa að sögn xda-developers.com. 

,,Vélin er búin örgjörva sem vinnur á 55 TOPS (NPU), sem segir til um hversu hratt hún getur unnið úr gervigreindarverkefnum. Ástæðan fyrir því er að tölvan er útbúin AMD Ryzen AI 9 HX PRO 375 örgjörvanum sem HP hefur einkarétt á og er öflugastur á markaðnum í dag,“ segir Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá OK í tilkynningu.

„HP Elitebook X G1a býr yfir AI Companion sem er þinn persónulegi aðstoðarmaður á tölvunni. HP AI Companion inniheldur safn af gervigreindartólum og eiginleikum sem auka skilvirkni og framleiðni. Appið gerir þér kleift að nýta gervigreind til að einfalda og bæta dagleg verkefni.“

Þá er vélin með Poly Camera Pro sem stillir sjálfvirkt myndavél með eiginleikum eins og Auto Frame og bakgrunni. Þessar stillingar virka með öllum myndavélum sem eru tengdar tölvunni, að sögn Trausta. Vélin er með tveimur Thunderbolt 4 tengjum, uppfærðu kælikerfi og áli í grindinni, sem er hægt að endurnýta margoft. „Þessi fartölva sameinar öflug afköst og framúrskarandi hönnun,“ að sögn windowscentral.com.

„HP EliteBook X byggir á grunni OmniBook Ultra 14, en með betrumbættum eiginleikum. Hún er með 2.8K OLED skjá, 120Hz endurnýjunartíðni og tveggja tóna lyklaborði. Skjárinn skilar ríkum litum og háum skerpu, sem er stórt stökk frá hefðbundnum IPS skjám,“ segir Trausti.

HP Elitebook X 14 fartölvan verður á OK básnum á UTmessunni í Hörpu dagana 7. og 8. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá