fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og nú ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, fær væna pillu í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Í leiðaranum segir að Eyjólfur hafi átt „mjög óvenjulega“ innkomu inn í ríkisstjórn.

„Nú er það að vísu svo að ekki er alltaf fullkomið samræmi á milli þess sem menn eða flokkar segja fyrir kosningar og þess sem þeir sem í meirihluta veljast geta staðið við eftir kosningar. Flokkur fólksins og Eyjólfur fara þó eflaust nærri því að slá einhvers konar met í því ósamræmi sem er á milli orða fyrir og eftir kosningar,“ segir í leiðaranum.

Bent er á viðhorf Eyjólfs til Fossvogsbrúar fyrir kosningar og svo eftir kosningar.

Þann 9. október síðastliðinn virðist Eyjólfur ekki hafa átt von á því að hann myndi, örfáum mánuðum síðar, eiga eftir að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri Fossvogsbrú. Sú var engu að síður raunin en í ræðu á Alþingi í október sagði Eyjólfur þetta um brúna:

„Ég hef líka spurt af hverju sé ekki farið í brú yfir Skerjafjörð eða jarðgöng yfir Skerjafjörð. Nei, það er verið að gera einbreiða brú yfir Fossvoginn fyrir strætó. Verðið á henni er búið að fjórfaldast og hún muni ekki breyta neinu, hún mun ekki hafa mikil áhrif. Það er meira verið að spá í það hvernig stál eigi að vera í þessari fínu brú. Þetta verður svona einkennismerki samgöngusáttmálans.“

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að allt þetta hafi verið rétt, en svo hafi þessir þrír mánuðir liðið og Eyjólfur orðið ráðherra í millitíðinni. Þá var komið annað hljóð í strokkinn.

„Það var mjög ánægjulegt að taka þátt í fyrstu skóflustungu Fossvogsbrúar á grundvelli samgöngusáttmálans. Tilkoma brúarinnar mun hafa mikla þýðingu við að dreifa álagi á vegum á höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð fyrir að 10 þúsund manns ferðist daglega um brúna. Brúin mun létta á umferð á stofnvegum með því að fleira fólk mun kjósa að nýta aðrar samgönguleiðir,“ sagði Eyjólfur þann 17. janúar síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“