Brunavarnir Suðurnesja fengu í dag tilkynningu um efnaslys og var slökkvilið kallað út til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi.
Hafði þar efni úr brúsa lekið um gólf byggingarinnar. Ein álma skólans var rýmd í kjölfarið og tveir efnakafarar sendir inn til að þynna efnið með vatni og hreinsa upp, ásamt því að innsigla efnabrúsann í eiturefnapoka. Aðgerðum lauk klukkan 13:30.