fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 18:30

Maðurinn sást fyrst í Grímsbæ náði að stinga lögguna af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meintur erlendur fíkniefnasali náði að stinga lögregluna af í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ. Þegar hann var gómaður seinna sama dag annars staðar í borginni hæddist hann að lögreglunni.

Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald til mánaðarloka á föstudag, 17. janúar, í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dómurinn staðfestur í Landsrétti í gær, mánudaginn 20. janúar.

Maðurinn kom til landsins 30. ágúst sem ferðamaður. Sagðist hann ætla að ferðast um einsamall og  njóta. Ferðin yrði stutt.

Annað kom á daginn. Síðastliðinn fimmtudag var lögregla við eftirlit við Grímsbæ í Fossvogi og kom auga á mann í svartri dúnúlpu, svörtum víðum buxum og með stutt svart hár og skegg. Þegar lögreglan vildi ræða við hann tók hann á rás og stakk lögregluna af.

Kannabisský

Seinna sama dag veitti lögregla bíl athygli sem var lögð við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur. Mætti lögreglumönnum mikill kannabisfnykur þegar þeir nálguðust bílinn.

Var kauði í bílnum og var handtekinn á staðnum, bæði fyrir að fylgja ekki fyrirmælum og að vera grunaður um sölu fíkniefna. En í mittistösku sem hann bar um sig miðjan mátti finna kannabis, MDMA, kókaín, THC hylki og tóbaksblandað kannabisefni.

„You guys are slow. I was waiting for you,“ sagði maðurinn við handtöku. Játaði hann að hafa dvalið á landinu í 4 eða 5 mánuði.

Annar maður var í bílstjórasætinu og sagðist hann hafa verið að kaupa fíkniefni af hinum fótafráa. Hann sagðist oft hafa gert það.

Breytti framburði sínum

Við yfirheyrslu degi seinna sagðist maðurinn ekki eiga þau fíkniefni sem á honum fundust. Sagðist hann hafa verið að reykja kannabis með félaga sínum í bílnum. Neitaði hann þá að hafa flúið af vettvangi fyrr um daginn og sagði lögreglumennina ljúga. Sagðist hann búa á íslandi en vildi ekki gefa upp dvalarstað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum