Trump hefur lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin taki yfir Grænland sem fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Hefur hann meira að segja ekki útilokað að beita hervaldi til að ná markmiði sínu.
Hann tjáði sig stuttlega um málið í gær eftir að hann tók við embætti.
„Grænland er dásamlegur staður. Við þurfum á því að halda fyrir alþjóðlegt öryggi og ég er viss um að Danir vilji koma með,“ sagði hann.
Trump sagði síðan að það kostaði Dani mikið að „viðhalda“ Grænlandi og bætti við að Grænlendingar sjálfir væru ekki ánægðir með Dani. „Ég held að þeir séu ánægðir með okkur,“ sagði hann en myndband af þessu má sjá hér að neðan.