Svartklæddur maður með grímu, kveikti í bensínsprengju og kastaði í hús þar sem úsbekskt kaffihús er starfrækt. Nokkrir komu að árásinni og einn þeirra tók hana upp en þetta átti sér stað í Ramenskoje sem er um 50 km frá Moskvu. Upptaka var birt á samfélagsmiðlum og mörg hundruð manns hafa tjáð sig um hana og nánast allir hafa hrósað árásarmönnunum og spyrja af hverju það sé úsbekskt kaffihús í bænum.
Þetta er aðeins eitt dæmi um þær árásir sem öfgahægrimenn hafa gert á innflytjendur, samkynhneigða, heimilislaus og eiturlyfjasjúklinga.
Enginn slasaðist í árásinni á kaffihúsið en í öðrum tilfellum hefur fólks slasast alvarlega og jafnvel látist.
Ráðist var á indverskan taugaskurðlækni, sem starfar í St. Pétursborg. Hann sagði að 22-23 ára maður, með skóflu, hafi öskrað „Rússland er bara fyrir hvíta, svartir eiga ekki að vera hér,“ og elt hann með skófluna á lofti.
Margir af ofbeldismönnunum taka árásirnar upp og birta myndefnið á netinu. Rússneska Nazi Video Monitoring Project, sem safnar og skráir slíkar upptökur, segir að 50-100 nýjar upptökur af þessu tagi séu birtar í hverjum mánuði.
Sérfræðingar segja að bein tengsl séu á milli innrásarinnar í Úkraínu og aukins ofbeldi á götum úti í Rússlandi. „Stríðið, sem hefur staðið í tæp þrjú ár, felur í sér vaxandi þjóðernishyggju og áhuga á fasisma. Þetta tengist herferðum gegn innflytjendum og knýr áfram mikinn vöxt í nýnasískri menningu,“ sagði Igor Sergejev, sérfræðingur á þessu sviði, í samtali við Kavkaz Realii, sem er rússnesku mælandi fjölmiðill.