Nýlega var flugvél forsetaembættisins flogið til Síberíu en þegar þangað var komið hvarf hún af ratsjám. Tveimur dögum síðar var henni flogið aftur til Moskvu og birtist hún fyrst á ratsjám á svipuðum stað og hún hvarf af þeim tveimur dögum áður.
Á Telegramrásinni „More Than Fact“ er því slegið upp að Pútín hafi hugsanlega eytt þessum tveimur sólarhringum á sveitabýli sínu í Altai.
Þar er að sögn risastórt neðanjarðarbyrgi búið fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á. Það er einnig sérstök rafstöð fyrir byrgið sem getur séð því fyrir rafmagni ef svo færi að til kjarnorkustyrjaldar kæmi.
Á síðasta ári bárust fréttir af því að þar hefði svo miklum mat verið safnað upp að hann dugi til að fæða 300 manns í mörg ár.
Á landareigninni er dádýrabúgarður. Að sögn eru hornin söguð af dádýrunum til að ná blóði úr þeim sem Pútín og félagar hans baða sig upp úr. Þetta er aldagömul hefð sem er sögð auka testósterónframleiðsluna og þar með kynhvötina en um leið er hún sögð hægja á öldrunarferlinu.