fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að þeir útlendingar sem hingað koma og ógna mikilvægum hagsmunum íslenska ríkisins eða fremja önnur alvarleg brot hafi fyrirgert þeim réttindum sem íslensk stjórnvöld hafa áður veitt þeim.

Diljá lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu, en yfirskrift greinarinnar er Sviptum erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti.

„Nýr dóms­málaráðherra greindi frá því á dög­un­um að hún hygðist beita sér fyr­ir því að hægt yrði að aft­ur­kalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta al­var­lega af sér hér­lend­is. Fyr­ir­renn­ari henn­ar í starfi, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, hafði raun­ar sett af stað vinnu við að kanna mögu­leik­ann á laga­breyt­ingu í þessa veru. Raun­ar virðist mér ekki sér­stök þörf á nýrri laga­setn­ingu, þar eð lög heim­ila brott­vís­un brot­legs út­lend­ings sem hef­ur dval­ar­leyfi. Ég tek und­ir orð ráðherr­ans um nauðsyn þess að þessi vinna klárist ef þörf er tal­in á laga­breyt­ingu, en vindi sér ann­ars í lög­leg­ar brott­vís­an­ir,“ segir Diljá í grein sinni.

Hún rifjar upp að á liðnu kjörtímabili hafi hún lagt fram frumvarp í meðflutningi fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um sviptingu ríkisfangs einstaklinga sem hafa öðlast ríkisborg­ara­rétt sam­kvæmt lög­um þegar þeir hafa gerst sek­ir um al­var­leg af­brot.

„Sömu­leiðis ef um­sækj­andi um rík­is­fang veit­ir rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar um mik­il­væg máls­at­vik við um­sókn. Sam­bæri­leg ákvæði má finna í lög­gjöf hinna Norður­landaþjóðanna,“ segir Diljá og bætir við að ríkisborgararétti fylgi víðtæk réttindi og skyldur.

„Að sækja um og fá ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt þarf að fela í sér skuld­bind­ingu um að farið sé eft­ir meg­in­regl­um og gild­um ís­lensks sam­fé­lags. Þá út­lend­inga sem villa um fyr­ir stjórn­völd­um og fá rík­is­fang á þeim grund­velli, og þá sem hingað koma og ógna mik­il­væg­um hags­mun­um ís­lenska rík­is­ins eða fremja önn­ur al­var­leg af­brot, tel ég hafa fyr­ir­gert þeim rétt­ind­um sem ís­lensk stjórn­völd hafa áður veitt,“ segir hún.

Diljá bendir að lokum á að Ísland hafi jafnan verið í fararbroddi í samanburði við önnur lönd, meðal annars að vera eitt öruggasta land í heimi og með mesta kynjajafnréttið.

„Enda er Ísland gríðarlega eft­ir­sótt­ur staður til að búa á. Útlend­ing­ar sem ógna þeirri stöðu sem við höf­um náð eiga litla sam­leið með ís­lensku sam­fé­lagi. Þar sem grunn­skylda stjórn­valda er að tryggja frið og ör­yggi borg­ara í land­inu mun ég taka það upp við nýj­an ráðherra hvort henni hugn­ist að við stíg­um þessi mik­il­vægu skref líkt og ná­grannaþjóðir okk­ar þegar kem­ur að svipt­ingu rík­is­fangs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“