Héraðssaksóknari hefur ákært tvo Kólumbíubúa og einn Spánverja fyrir tilraun til að flytja inn til landsins rúmlega 2 kg af kókaíni.
Um er að ræða 35 ára gamlan karlmann frá Kólumbíu, 53 ára gamla konu frá Kólumbíu og 49 ára gamlan Spánverja.
Þremenningarnir fluttu efnin inn til landsins með flugi frá Barcelona aðfaranótt laugardagsins 12. október. Karlarnir földu efni í skóm sínum en konan í nærbuxum sínum.
Málið gegn fólkinu verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun, þriðjudaginn 21. janúar.