fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin fær að finna hressilega fyrir því í staksteinum Morgunblaðsins í dag en þar er fjallað um ráðninguna á Þórði Snæ Júlíussyni í starf framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar.

Sjá einnig: Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Eins og frægt er orðið var Þórður Snær ofarlega á framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar sem fram fóru í nóvember, en hann hann lýsti því yfir að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi í kjölfar mikillar umfjöllunar um óviðeigandi bloggskrif hans á árunum 2004 til 2007.

Var í skrifunum meðal annars fjallað með niðrandi og óviðurkvæmilegum hætti um nafngreindar og þekktar konur.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir ráðninguna á Þórði Snæ harðlega.

„Und­ir kvöld­mat á föstu­dag kom „lít­il til­kynn­ing“ á Facebook, en þá til­kynnti Þórður Snær Júlí­us­son í aðeins 84 orðum að hann hefði tekið til starfa sem fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sam­fylk­ing­ar. Aðeins eru tveir mánuðir frá því að Þórður Snær til­kynnti í 824 orðum að hann tæki ekki þing­sæti fyr­ir Sam­fylk­ingu næði hann kjöri,“ segir í staksteinum Moggans í dag.

„Þórður Snær nefn­ir ekk­ert sem breyst hafi á þess­um tveim­ur mánuðum, sem geri það að verk­um að hann sé nú til­val­inn til að „hjálpa við að breyta sam­fé­lag­inu til hins betra með öfl­ugri rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur og frá­bær­um hópi þing­manna“.“

Að mati staksteinahöfundar mun Þórður Snær ugglaust nýtast Samfylkingunni á þingi en hann spyr síðan:

„En geta kjós­end­ur annað en spurt sig hvort allt orðagjálfrið þegar hann sagðist ekki taka kosn­ingu hafi verið annað en hræsni, bein­lín­is til þess að blekkja kjós­end­ur? Nú er hann umyrðalaust bú­inn að koma sér fyr­ir í þing­inu á kostnað al­menn­ings, en al­menn­ing­ur fékk ekk­ert um það að segja. Kjós­end­ur höfðu ekk­ert val um það og geta ekki einu sinni hafnað hon­um í næstu kosn­ing­um.“

Þess má geta að heillaóskum hefur rignt yfir Þórð Snæ í athugasemdum á Facebook-síðu hans og koma þær meðal annars frá núverandi og fyrrverandi þingmönnum. „Gott að vita af þér á góðum stað. Gangi þér vel,“ segir til dæmis Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. „Frábærar fréttir. Innilegar hamingjuóskir með starfið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. „Mikið er ég glöð. Gangi þér áfram vel. Þú ert mikilvægur,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir sem sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít