Héraðssaksóknari hefur ákært mann á sextugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni.
Maðurinn er fæddur árið 1969 og er sakaður um árásir á lögreglumenn. Atvikið átti sér stað við götuna Þarabakka í Breiðholti um miðjan mars árið 2022. Maðurinn er sakaður um að hafa ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum við skyldustörf lífláti og síðan inni í lögreglubíl veist með ofbeldi að öðrum lögreglumanninum og sparkað í háls hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut þreifimeiðsli og verk yfir vinstri hluta barkakýlis.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun, þann 21. janúar.