fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 11:30

Dóri DNA var valinn Mosfellingur ársins 2023 Mynd: Mosfellingur/Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Laxness Halldórsson leikari, höfundur og uppistandari segist vera með Mosfellsbæ á heilanum. Halldór sem er betur þekktur sem Dóri DNA segir bæinn sjaldnast verið skipulagðan undir mannlíf.

„Heilu hverfin án allrar þjónustu og ekkert rými sjáanlegt fyrir einhverja almennilega stemningu – fyrir einhverja spennandi framtíðarsýn á bæinn,“ segir Dóri á X.

Segir hann að eina svæðið sem hann hafi fundið sem skipulagt sé með tilliti til mannlífs sé Blikastaðalandið.

„Þetta er er náttúrulega teiknað inn í geðslag manns sem er giftur arkitekt. Ógeðslega flott skipulag, borgarhverfi í útjaðri Mosfellsbæjar, nýtískulegt og spennandi -urban Skandinavíu paradís. Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt.“ 

Segir hann að mest spennandi svæðið sé sú þjónusta og uppbygging sem er fyrirhuguð í kringum gömlu Blikastaði, gamla bæinn, akkúrat það sem Dóri hafi verið að leita að.

„Ég var fljótur að mæta á svæðið og banka á glugga og tala í bunu um hvað vantaði í Mosfellsbæ og var í kjölfarið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi um starfsemi í Gamla bænum.“

Fullt hús á íbúafundi um Blikastaðaland

Frumdrög skipulagsins voru kynnt fyrir í Hlégarði þriðjudaginn 14. anúar og var góð mæting og fullt hús eins og sjá má á vef Mosfellsbæjar.

Þar segir um Blikastaðaland:

„Á Blikastöðum er fyrirhuguð ný og spennandi heildstæð íbúðabyggð sem mun tengja betur Mosfellsbæ við höfuðborgarsvæðið með áherslu á bættar almenningssamgöngur með tilkomu Borgarlínu. Svæðið er vel í sveit sett milli Úlfarsfells og fjöru Blikastaðakróar, þar sem hönnun mun taka mið af gæðum landsins og fjölbreyttum tækifærum fyrir nýja íbúa að stunda þá útivist sem Mosfellsbær og staðsetning Blikastaðalands hefur uppá að bjóða.
Innan landsins verða skipulögð ný leik- og grunnskólahverfi auk framúrskarandi verslunar-, þjónustu- og miðsvæðis við Borgarlínu og gamla bæinn að Blikastöðum. Blikastaðaland er í heild sinni um 90 ha landsvæði sem skipt verður upp í nokkra deiliskipulags- og uppbyggingaráfanga.“

Dóri segir fundinn hafa verið glæsilegan og hann telji bæjarbúa ánægða með hversu vönduð og úthugsuð drögin voru. Segir hann suma vilja fjölga sérbýlum og fækka fjölbýlum, hann sé á öndverðu meiði.

„Meira fólk, meira mannlíf, fleiri torg þar sem við getum hist og séð hvort annað, meira samfélag. Ég held að það sé eina lausnin á flestum vandamálum. Þannig plís deilið við einhvern annan en mig um það.“

Aukin umferð er áhyggjuefni margra sem Dóri segist skila fullvel. „Ég hef svo miklar áhyggjur af umferðinni að ég er búinn að gefast upp – tek strætó í vinnuna og sit þar og hugsa allan daginn hvort að bíllinn sakni mín ekki.“

Vill hugmyndir um hvaða þjónustu eigi að vera á svæðinu

Dóri segir að áhugaverðasta umræðan á íbúafundinum hafi verið sú um fyrirhugaða þjónustu á svæðinu, „því það hafi sýnt sig að að til dæmis væru mosfellingar ekkert æstir í að kaupa föt í heimabyggð.

Þetta er auðvitað hárrétt, það hljóta vera takmörk fyrir því hversu margar veip-verslanir er hægt að reka í einu bæjarfélagi, eða hversu margar la-la keðjur úr bænum ætli að freista gæfunnar hérna. Það þarf og að hugsa þetta svæði með tilliti til menningarlegra og samfélagslegra þarfa Mosfellinga – ekki bara með því að hugsa hvaða tegund af hamborgara er í tísku núna,“ segir Dóri sem veltir því upp í færslu sinni hvað vanti á svæðið:

„Vantar fjölnota svið þar sem hægt er að halda tónleika og leiksýningar fyrir leikfélagið? Vantar brugghús með flísuðum veggjum þar sem húðflúraðir gaurar reykja svínakjöt og dæla öllurum eins og það sé verið að miða á þá byssu? Vantar nokkuð fataverslun? Ætti Adam og Eva að fá að reyna aftur að opna kynlífshjálpartækjaverslun í smábæ þar sem helsta iðjan er að njósna um nágranna sína! Ætti að vera þarna crossfit-salur sem gæti breyst í jógasal? Skeitpark?, Fab-lab, fjölnota verkstæði fyrir unga ofurhuga? Sauna sem er hengd aftan í hestvagn og er í hægum gangi um hverfið allan ársins hring? Ætti að fá Nexus til að opna útibú í gömlu hlöðunni? Taka vel utan um taðskegglinga bæjarins.“

Bendir hann íbúum Mosfellsbæjar á að það þýði alla vega lítið að vera heima hjá sér og vona að eitthvað skemmtilegt gerist. Byrja þurfi á að tala saman og svo láta hlutina gerast. Segir hann að það megi dæla á hann hugmyndum á netfangið dorinr1@gmail.com.

Segir snilld að fá útibú frá Ikea

Kona ein tjáir sig og bendir á að snilld væri að fá útibú frá Ikea á svæðið:

„Talaðu við framkv.stj. IKEA og berðu á borð fyrir hann þeirri snilld að vera með útibú í Mosó í formi matsalar, sænsku búðarinnar og smávörud. Ég sá þessa snilld í Lissabon um jólin og vil ég helst fá þetta víða. Karlmenn og vanillukertaferð í Garðabæinn væri líka úr sögunni.“

Greinilegt er að matur er manns gaman. Karlmaður vill Brugghúsið á svæðið og annar segir:

„Nútímalegt post-hipster fjölnota kaffihús/bistro. Hafralatte. Glúteinlaus muffin. Kjötsúpa. Sesarsalat. Stílað á locals sem geta komið og chillað, unnið í tölvunni og túristar fylgja. Vín. Curated local vörur. Svo nice að fólk kemur þangað bara til að kaupa merch af pleisinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“