Konan segir að þau hafi farið þrjú, tveir fullorðnir og eitt barn, á kaffihús í miðborginni og pantað tvö heit súkkulaði með rjóma, einn kaffi latté og tvær vöfflur með sultu og smá rjóma. Fyrir þetta voru rukkaðar 6.950 krónur.
„Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði,“ segir konan sem tekur fram að sem betur fer hafi vöfflurnar og kaffið verið sem betur fer upp á 10.
Segir konan að það sé orðinn algjör lúxus fyrir fjölskyldur að leyfa sér að fara á kaffihús og augljóslega ekki á allra færi.
Margir leggja orð í belg við færsluna og er að minnsta kosti einn þeirrar skoðunar að þetta sé ekkert svo brjálæðislegt verð. „3 heitir drykkir + 2 vöfflur. Ekkert rosalega dýrt,” segir sá.
„Þetta hefði kostað max ca 250 SEK hérna í Svíþjóð,“ segir einn en 250 sænskar krónur jafngilda tæpum 3.200 íslenskum krónum.
„Er hætt að fara með krakkana í leikhús og kaffihús. Það er orðið rán að gerast menningarlegur á Íslandi. Þetta tilheyrir orðið fortíðinni og verður fjarlæg minning hjá mér og krökkunum,“ segir þá í annarri athugasemd.