Töf varð á áætlunarflugi Play frá Keflavík til Tenerife í morgun eftir að þremur ungum mönnum var vísað frá borði. Vísir greinir frá þessu en flugstjóri vélarinnar mat ástand mannanna svo að þeir væru ógn við öryggi flugvélarinnar.
Vélinni hafði áður verið frestað vegna bilunnar einnar vélar í flota Play. Upphaflega stóð til að flugið færi kl.9 um morguninn. Vegna bilunarinnar var fluginu hins vegar frestað til kl.13.00 og fengu farþegar skilaboð um það. Þegar farþegar voru hins vegar komnir inn í vélina þá kom upp áðurnefnd reikistefna vegna þremenninganna ölvuðu.
Þá kemur fram í frétt Vísis að óvíst sé hvort að mennirnir fái flugmiðann endurgreiddan, ekki sé um það að ræða þegar öryggi flugs sé ógnað.