Lesandi sendi DV meðfylgjandi myndband af háskalegu atviki í umferðinni. Atvikið á sér stað við Norðurströnd á Seltjarnarnesi, skammt frá Eiðstorgi. Ekki er betur hægt að sjá við skoðun myndbandsins en að ljósleysi bíls valdi því að ökumaður á biðskyldu sér hann ekki og ekur í veg fyrir hann.
Við erum enn stödd á dimmasta tíma ársins og vart þarf að taka fram að það er stórvarasamt að vera ljóslaus í umferðinni. Hér hefði getað farið illa. Sjá myndbandið hér að neðan: