fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Morðin í Neskaupstað: Íbúar höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Neskaupstað höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling Þórðarsyni, sem héraðssaksóknari hefur núna ákært fyrir hrottalegt morð á öldruðum hjónum í Neskaupstað þann 21. ágúst í fyrra. Samkvæmt heimildum DV var Alfreð umfram allt talinn hættulegur sjálfum sér, ekki síst eftir eldsvoða sem varð á heimili hans að Miðstræti 6 þann 24. febrúar í fyrra. Einn viðmælandi DV segir að hann hafi óttast að eitthvað slæmt myndi gerast ef Alfreð yrði ekki komið undir manna hendur en hann hafi þó aldrei órað fyrir því að hann myndi gerast sekur um jafnhrikalegt óhæfuverk og hann hefur nú verið ákærður fyrir.

Sjá einnig: Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Austurfrétt greindi frá eldsvoðanum. Þar segir meðal annars: „Mikið tjón varð í eldi sem kom upp í húsinu að Miðstræti 6, einnig þekkt sem Bár, á sjötta tímanum í morgun. Einn einstaklingur var heima þegar eldurinn komst út. Sá komst út af sjálfsdáðum. Bár er tveggja hæða hús með kjallara. Búið var á neðri hæðinni en atvinnustarfsemi á þeirri efri. Húsráðandi var einn í húsinu. Sá varð var við eldinn og komst út sjálfur, að því er virðist ómeiddur.“

Nútíminn fjallaði um Alfreð Erling í kjölfar morðanna, án þess að nefna hann á nafn. Í fréttinni er staðhæft að hann hafi sjálfur verið valdur að eldsvoðanum og ástæðan hafi verið skipun frá djöflinum. Samkvæmt heimildum DV er talið fullvíst, en þó ekki skjalfest, að Alfreð hafi kveikt í en önnur ástæða fyrir verknaðinum er þó talin jafnlíkleg og djöfullinn: Búið var að skrúfa fyrir hitann á íbúðinni vegna ógreiddra reikninga og er talið að Alfreð hafi viljað hlýja sér með því að kveikja bál.

Í grein Nútímans er reifað að Alfreð Erling hafi verið sjálfræðissviptur um skamman tíma vegna geðrænna veikinda. Hann hefur glímt við fíkniefnavanda frá unglingsaldri sem tengist andlegri vanheilsu hans. Fjölskylda Alfreðs Erlings reyndi að fá hann sviptan sjálfræði til lengri tíma en án árangurs. Skömmu áður en Alfreð Erling framdi voðaverkið í Neskaupstað var hann úskrifaður af geðdeild með þeirri umsögn að hann væri metinn hvorki hættulegur sjálfum sér né öðrum. „Þeirri ákvörðun var harðlega mótmælt af hálfu fjölskylda mannsins enda hafði hún lengi varað við því að maðurinn væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum ef hann myndi ganga laus í því ástandi sem hann var í á þeim tíma,“ segir í frétt Nútímans.

Sumir lýsa þessari harmsögu sem enn einu dæminu um vangetu heilbrigðiskerfisins þegar kemur að bæði fíkniefnavanda og geðrænum vandamálum, sem hér tengjast í einum og sama manninum.

Lýst eftir honum ári fyrir morðin

Alfreð Erling á að baki að a.m.k. einn dóm fyrir fíkniefnabrot, frá árinu 2006. Í september árið 2023 lýsti lögregla eftir honum en hann fannst síðar heill á húfi. Í frétt Vísis um þetta segir:

„Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erling Þórðarsyni, 45 ára gömlum karlmanni. Alfreð er skolhærður með sítt að aftan og um 176 sentimetrar á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“