fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur birt manni ákæru vegna morðs á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágústmánuði síðastliðnum. Maðurinn heitir Alferð Erling Þórðarson og er 46 ára að aldri.

Í ákæru er Alfreð Erling sagður hafa barið hjónin margsinnis með hamri, einkum í höfuð, og höfuðkúpubrotið þau. Í ákæru segir orðrétt:

„Fyrir manndráp, með því að hafa miðvikudaginn 21. ágúst 2024 að [heimilisfang] á Neskaupsstað, svipt hjónin [nafn, kt] og [nafn, kt.], lífi, þar sem þau voru stödd á heimili sínu,
en ákærði veittist að þeim báðum innandyra með hamri og sló þau bæði oft með hamrinum, einkum í höfuð, allt með þeim afleiðingum að þau hlutu bæði umfangsmikla og alvarlega áverka
á höfði, þar á meðal ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlutum líkama en þau létust bæði af völdum áverka á höfði.“ 

Fjórir aðilar gera einkaréttarkröfur í málinu um miskabætur upp á 12 milljónir króna fyrir hvert og eitt.

Alferð Erling er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, fyrir að hafa haft hníf með 15 cm löngu blaði í vörslu sinni við Kaupvang á Egilsstöðum.

Eftir morðið á hjónunum flýði hann burtu á bíl þeirra en hann var handtekinn á bílnum á Snorrabraut í Reykjavík daginn eftir.

Athygli vekur að í ákæru er þess krafist til vara að Alfreð Erling verði vistaður á viðeigandi stofnun. Samkvæmt heimildum DV er talinn vera möguleiki á því að hann verði úrskurðaður ósakhæfur vegna andlegra veikinda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú