fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Jóna Hrönn segir að ókunn kona í Evrópu vilji hjálpa henni í veikindunum – „Við erum öll eitt mannkyn“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 18:43

Jóna Hrönn fer til Svíþjóðar í meðferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sem greindist með sjaldgæft krabbamein, greinir frá því á samfélagsmiðlum að fundist hefði kona í Mið-Evrópu sem vildi hjálpa henni með stoðfrumuskipti. Hún segir þetta merki um að við séum öll eitt mannkyn og að við gætum ekki rekið heilbrigðiskerfið okkar án innflytjenda sem hingað koma.

„„Hvað viltu borða, ég er með jarðaberjagraut með rjóma, grænmetissúpu og saltfisk” sagði O og þurfti að segja þrisvar saltfiskur áður en ég kveikti,“ segir Jóna Hrönn í færslunni. „Ég var búin að ákveða að ef ég legðist inn á krabbameinsdeildina á árinu 2024 þá myndi ég panta mat utan LSH. En svo kom hún þessi yndislega kona frá Úkraínu með matseðilinn skráðan á litla bláa blokk og las af honum á bjagaðri íslensku og af henni stafaði svo mikil virðing fyrir mér, starfi sínu og matnum sem var á boðstólnum.“

Þannig hefst færsla Jónu Hrannar þar sem hún lýsir hinum úkraínska heilbrigðisstarfsmanni sem reyndist henni svo vel. „Hún O minnti mig á að við erum eitt mannkyn,“ segir hún.

Einnig duglegum hjúkrunarfræðingi frá Filippseyjum sem hafi sinnt henni, hlýjum, skilvirkum, vandvirkum og öruggum. Sem og sjúkraliða frá sama landi sem hún hafi átt dásamleg samtöl um trúarbrögð við. Þetta fólk hafi einnig minnt hana á að við séu eitt mannkyn.

Ung kona til hjálpar

„Daginn sem ég lagðist inn á 11 EG fékk ég þær fréttir á Teams fundi með blóðmeinalækni í Svíþjóð að það hefði fundist ung kona í mið-Evrópu sem væri tilbúin að hjálpa mér að komast í stoðfrumuskipti í byrjun febrúar,“ segir Jóna Hrönn. „Hún passaði svona sérlega vel við mig og gæti gefið mér það sem þyrfti og við færum báðar í undirbúning á sama tíma og þann 7. febrúar, ef allt gengi eftir, færu skiptin fram. Við værum að vísu ekki í sama blóðflokki svo ég fengi nýjan blóðflokk. Hún minnti mig á að við erum eitt mannkyn og jafnvel þótt að engin séu tengslin þá er hún tilbúin að hjálpa miðaldra konu á Íslandi sem á alla sína von í þessari einu meðferð.“

Fer Jóna Hrönn á Sjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð til fara í þessa meðferð. Sænska heilbrigðiskerfið opni faðm sinn og bjóði hana velkomna.

„Það erfiðasta í því verkefni að takast á við veikindi er óvissan, hvernig fara þessi lyf í mig? Fæ ég sýkingu? Þarf ég að leggjast inn á sjúkrahús? Finnst merggjafi? Mun ég svara meðferðinni úti eða verð ég mjög veik?“ spyr hún. „En alltaf er ég gripin, alltaf er einhver sem hjálpar mér að finna leiðirnar, hjálpar mér að horfast í augu við það sem er fram undan án þess að svipta mig voninni, hjálpar mér að fara í gegnum hvern kaflann á fætur öðrum á þessari vegferð.“

Yazan sé okkar Jesúbarn

Vegna þessa segist Jóna Hrönn það gríðarlegt fagnaðarefni að Yazan Tamini hafi verið valinn maður ársins á Stöð 2. Hún hafi fundið svo hrikalega til undan þeirri óvissu sem hann og foreldrar hans hafi lifað við, í þessum miklu veikindum sem lífið hefur úthlutað honum.

„Ég finn hvað það hefur gríðarlega þýðingu í óvissu veikindanna að hafa fólk sem rannsakar og líknar þegar upp koma erfiðar aðstæður,“ segir Jóna Hrönn. „Ég finn að fólki í heilbrigðisþjónustunni er ekki sama og vill mér svo innilega allt það besta. Ég ætla ekki að rifja upp það sem hann og hans foreldrar gengu í gegnum, við þekkjum það öll, en ég segi enn og aftur að Yazan er okkar Jesúbarn og ef hann hefði farið hefði eitthvað ótrúlega mikið rofnað í okkar samfélagssáttmála og við hefðum öll skaðast.“

Segir hún að ekki sé hægt að reka heilbrigðiskerfið hér án þeirra dásamlegu innflytjenda sem hingað koma. Hún er þakklát þeim sem og fjölskyldu sinni, samstarfsfólki og vinum sem hafa sýnt henni stuðning á síðustu mánuðum.

„Ég veit að þið munið halda áfram að biðja fyrir stóra verkefninu út í Svíþjóð því það verður einfaldlega bænin, góður Guð og gott mannkyn sem kemur mér í gegnum þetta,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afi Bjarka lést á Hvolsvelli á aðfangadag – Þurfti að liggja látinn heila nótt í vindkældu herbergi því ekki náðist í lækni

Afi Bjarka lést á Hvolsvelli á aðfangadag – Þurfti að liggja látinn heila nótt í vindkældu herbergi því ekki náðist í lækni