fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjutilræði fyrir utan Trump International-hótelið í Las Vegas í gær gegndi herþjónustu í sömu herstöð og hryðjuverkamaðurinn sem varð 15 manns að bana í New Orleans á nýársnótt.

Tesla Cybertruck-bifreið sprakk í loft upp fyrir utan Trump International-hótelið í gær og lést einn í sprengingunni. Hinn grunaði í málinu er 37 ára gamall til heimilis í Colorado Springs og réðst lögregla til inngöngu á heimili hans í gærkvöldi.

Sjá einnig: FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

Talið er að hann hafi tekið Teslu-bifreiðina á leigu í þeim tilgangi að sprengja hana í loft upp og valda manntjóni.

Lögregla hefur ekki viljað gefa neitt út um það hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða en staðfesti þó í gærkvöldi að verið væri að skoða hugsanlega tengingu. Lögregla skaut hinn 41 ára gamla Shamsud Din Jabbar til bana á nýársnótt eftir að hann ók inn í hóp fólks í franska hverfinu í New Orleans og hóf síðan skothríð.

Í Airbnb-íbúð sem Shamsud hafði á leigu fannst meðal annars efni til sprengjugerðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær vægan dóm fyrir hrottalega líkamsárás en þarf að borga háar bætur – Dró brotaþola meðvitundarlausan út á bílastæði

Fær vægan dóm fyrir hrottalega líkamsárás en þarf að borga háar bætur – Dró brotaþola meðvitundarlausan út á bílastæði
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
Fréttir
Í gær

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi
Fréttir
Í gær

Börn og flugeldar komu við sögu í dagbók lögreglu

Börn og flugeldar komu við sögu í dagbók lögreglu