Tesla Cybertruck-bifreið sprakk í loft upp fyrir utan Trump International-hótelið í gær og lést einn í sprengingunni. Hinn grunaði í málinu er 37 ára gamall til heimilis í Colorado Springs og réðst lögregla til inngöngu á heimili hans í gærkvöldi.
Sjá einnig: FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Talið er að hann hafi tekið Teslu-bifreiðina á leigu í þeim tilgangi að sprengja hana í loft upp og valda manntjóni.
Lögregla hefur ekki viljað gefa neitt út um það hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða en staðfesti þó í gærkvöldi að verið væri að skoða hugsanlega tengingu. Lögregla skaut hinn 41 ára gamla Shamsud Din Jabbar til bana á nýársnótt eftir að hann ók inn í hóp fólks í franska hverfinu í New Orleans og hóf síðan skothríð.
Í Airbnb-íbúð sem Shamsud hafði á leigu fannst meðal annars efni til sprengjugerðar.