fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að hryðjuverkamaðurinn Shamsud-Din Jabbar, sem varð 15 manns að bana í franska hverfinu í New Orleans á nýársnótt, hafi notað Airbnb-íbúð í hverfinu sem einskonar höfuðstöðvar þar sem hann útbjó meðal annars sprengjur.

Shamsud, sem var 42 ára bandarískur ríkisborgari, ók bifreið sinni á hóp fólks sem kominn var saman til að fagna nýja árinu. Að því loknu steig hann út úr bifreiðinni og hóf skothríð. Alls eru fimmtán látnir eftir voðaverkið og 35 slasaðir. Shamsud var skotinn til bana af lögreglu en í bifreið hans fannst meðal annars sprengjuvesti og fáni ISIS-hryðjuverkasamtakanna.

Daily Mail greinir frá því í morgun að hann hafi notað Airbnb-íbúð í St. Roch til að undirbúa árásina. Myndir sem fréttamiðillinn hefur undir höndum sýna til dæmis fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fjarlægja efni til sprengjugerðar úr íbúðinni.

Hverfið sem um ræðir er vinsælt meðal ferðamanna og er þar að finna fjölmargar Airbnb-leiguíbúðir. Saksóknarinn Liz Murrill staðfestir í samtali við NBC News að Shamsud hafi notað íbúðina í þeim tilgangi að undirbúa árásina.

Lögregla vinnur nú að fullu að rannsókn málsins og hefur hún til dæmis til skoðunar myndbönd sem talið er að Shamsud hafi tekið þegar hann ók frá Texas til Louisiana. Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að í þeim tali hann um skilnað við eiginkonu sína og hvernig hann hefði átt sér draum um að ganga í raðir ISIS.

New York Times ræddi í gær við bróður hans, hinn 24 ára gamla Abdur Jabbar, sem búsettur er í Texas. Hann segir að gjörðir bróður hans hafi komið öllum sem hann þekktu í opna skjöldu þvi hann hafi verið „góður náungi, hjartahlýr og góður vinur“.

Ekki löngu eftir árásina í New Orleans sprakk Tesla Cybertruck fyrir utan Trump International-hótelið í Las Vegas og grunar lögreglu að um tilraun til hryðjuverkaárásar hafi verið að ræða. Einn lést í sprengingunni og nokkrir slösuðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu
Fréttir
Í gær

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Skúli í Subway tekur Isavia til bæna – „Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum?“

Skúli í Subway tekur Isavia til bæna – „Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum?“
Fréttir
Í gær

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkamaðurinn var ósköp venjulegur fjölskyldufaðir – Fyrir rúmum tveimur árum virðist allt hafa farið til fjandans

Hryðjuverkamaðurinn var ósköp venjulegur fjölskyldufaðir – Fyrir rúmum tveimur árum virðist allt hafa farið til fjandans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír ungir menn misstu af ferð til Tenerife vegna ölvunar

Þrír ungir menn misstu af ferð til Tenerife vegna ölvunar