Ökumaður bíls sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur á gjörgæsludeild Landspítalans og verið er að hlúa að honum þar. Þetta er svarið sem Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gat gefið er DV spurði hana hvort maðurinn væri í lífshættu. Sagðist hún ekki geta svarað til um hvort maðurinn væri í lífshættu eða ekki.
Vísir greinir frá því að maðurinn sé íslenskur og á fimmtugsaldri. Hann var einn í bílnum. Var hann meðvitundarlaus er tókst að ná honum úr bílnum. Framkvæmdar voru endurlífguanrtilraunir á honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús í mjög alvarlegu ástandi.
Búið er að ná bílnm upp úr sjónum.